Þvörusleikir
15. desember kl. 11
Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Hér áður fyrr stalst hann til þess að sleikja þvöruna, sem potturinn var skafinn með. Nú á dögum reynir hann að finna þvörur í Þjóðminjasafninu þegar hann kemur þangað í heimsókn. Viðburðinum verður streymt á YouTube rás safnsins.
Athugið, allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (ekki eldri en 48 klst) eða nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga). Grímuskylda er á safninu fyrir alla gesti sem fæddir eru 2005 og fyrr.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.
Við hvetjum gesti til að mæta tímalega og hafa QR kóða tilbúna í símum þegar þið komið á safnið.
Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.