Stekkjarstaur

Kemur í Þjóðminjasafnið 12. desember kl. 11

Þann 12. desember kemur fyrsti jólasveininn til byggða. Hann heitir Stekkjarstaur og hér áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum.

StekkjarstaurStekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
- þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.