Hádegisfyrirlestur: Birta, blek og brillur. 4.4.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 29. nóvember kl. 12.00.

 

Þjóðsögur og kynjaskepnur 9.4.2019 - 14.4.2019 13:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Láttu marbendilinn leiða þig inn í veröld kynjaskepna í íslenskum þjóðsögum. Hvernig lítur til dæmis nykur út, eða urðarköttur? Útskriftarnemar í Margmiðlunarskóla Tækniskólans hönnuðu viðmót sem gestir geta stigið inn í og þannig heimsótt nokkrar kynjaskepnur og kynnst þeim aðeins nánar. 

 

Leiðsögn: Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns 14.4.2019 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 14. apríl kl. 14 mun Lilja Árnadóttir sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins leiða gesti um sýninguna Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal.

 

Fjölskylduleiðsögn með Stjörnu-Sævari 25.4.2019 11:00 - 12:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sumardaginn fyrsta gengur Stjörnu-Sævar með gestum um sýningarsali í Safnahúsinu og segir frá ýmsu merkilegu um jörðina og sólkerfið út frá völdum myndum og gripum sem má sjá á sýningunni Sjónarhorn.

 

MyndMál í Safnahúsinu 25.4.2019 13:00 - 16:30 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sumardaginn fyrsta sýna myndlistar-og hönnunarnemar við Listaháskóla Íslands ásamt ritlistarnemendum við Háskóla Íslands bókverk í lestrarsal Safnahússins.

 

Með ungum augum – leikin leiðsögn fyrir börn samin af börnum 25.4.2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Ungir leikarar Leynileikhússins taka á móti gestum og bregða upp svipmyndum úr sögu þjóðar 7. apríl kl. 14 og sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 14.

 

Sérfræðileiðsögn um textíla Þjóðminjasafns Íslands 28.4.2019 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Írs Ólöf Sigurjónsdóttir textílhönnuður og textílforvörður veitir sérfræðileiðsögn um Þjóðminjasafn Íslands sunnudaginn 28. apríl kl. 14. Hún mun staldra við ólíka textíla sem skoða má á grunnsýningunni Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og segja frá gerð textílanna, notkun þeirra og fleira.

 

Vorfundur höfuðsafna 29. apríl 2019 29.4.2019 8:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands boða til árlegs vorfundar fyrir menningarminjasöfn.  Fundurinn mun fara fram í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu. Þema fundarins er: Að mennta börn í söfnum - barnamenning.