Vetrarhátíð 2021. Steinglersgluggar eftir Nínu Tryggvadóttur 4.2.2021 - 7.2.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þrjú litrík steinglersverk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í röð niður eftir þeirri hlið Þjóðminjasafnins sem að Hringbraut snýr. Verkin eru sérstaklega unnin með staðsetninguna og tengingar við íslenska menningarsögu í huga. Gluggarnir eru hluti af heildarmynd safnsins en í tilefni Vetrarhátíðar er athygli vegfarenda vakin á hinum fögru litum og formum verkanna með sérstakri lýsingu.

 

Leiðsögn: Ágústa Kristófersdóttir sviðstjóri í Þjóðminjasafni Íslands 7.2.2021 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Ágústa Kristófersdóttir, safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og ræðir þau sjónarhorn á menningararfinn sem þar má finna. Samspil myndlistar, náttúruminja, skjallegra heimilda og menningarminja verður skoðað og rætt um hvað gripirnir segja og um hvað þeir þegja.

 

Leikur að ljósi - leiðsögn og smiðja 7.2.2021 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14 verður fyrsta barnaleiðsögn ársins í Þjóðminjasafni Íslands. Þemað er ljós, gegnsæi og skreytingar. Sérstaklega verður staldrað við hjá glersteinsgluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Eftir leiðsögn verður smiðja þar sem gestum gefst færi á að búa til sína eigin „steindu glugga“ úr endurunnu efni.

 

Fyrirlestur: Á stríðsárunum. Tónlist, dans og tíska 9.2.2021 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Ath. Fullbókað er í fyrirlestrasalinn. Við bendum gestum á beint streymi í gegnum YouTube.

Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur mun flytja hádegisfyrirlestur 9. febrúar kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Tilefnið er yfirstandandi ljósmyndasýning „Tónlist, dans og tíska“ með einstökum myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi Reykjavíkurborgar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Páll Baldvin er afar fróður um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og árið 2015 kom út bókin hans „Stríðsárin 1938-1945“. Margar sjaldséðar myndir Vigfúsar birtust einmitt í þeirri bók.

 

Leiðsögn: Elizabeth M. Walgenbach sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 13.2.2021 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Elizabeth M. Walgenbach sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veitir leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn. Elizabeth mun sérstaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast íslenskri handrita- og menningarsögu.
Á sýningunni eru fjórtán handrit frá ýmsum tímum sem hafa að geyma lögbókina Jónsbók, þar á meðal hina svokölluðu Skarðsbók Jónsbókar sem er með glæsilegustu handritum sem gerð voru á Íslandi á fjórtándu öld.

 

Leiðsögn: Skúli Skúlason prófessor við Náttúruminjasafn Íslands 14.2.2021 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 14. febrúar kl. 14 mun Skúli Skúlason prófessor við Náttúruminjasafn Íslands og Háskólann á Hólum ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögn Skúla mun beinast að sérstöðu íslenskrar náttúru, með hvaða hætti hún birtist í myndheimi, og á hvern hátt viðhorf okkar til náttúrunnar og umgengni mótast af sýn okkar og hugmyndaheimi.

 

Smiðja: Leikur að ljósi 16.2.2021 - 23.2.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Boðið verður upp á efnivið í tvær smiðjur sem fjölskyldur geta sest við á eigin vegum á meðan á vetrarfríunum stendur. Annars vegar drifsmíði og hins vegar Leikur að ljósi, smiðja með endurunnu efni í anda steinglersglugga.

 

Smiðja: Drifsmíði 16.2.2021 - 23.2.2021 14:00 - 16:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Boðið verður upp á efnivið í tvær smiðjur sem fjölskyldur geta sest við á eigin vegum á meðan á vetrarfríunum stendur. Annars vegar drifsmíði og hins vegar Leikur að ljósi, smiðja með endurunnu efni í anda steinglersglugga. Verkefnið er skemmtilegt fyrir allan aldur og gott fyrir unga sem aldna að spreyta sig saman.

 

Sérfræðileiðsögn með Goddi 21.2.2021 14:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, listamaður og prófessor við Listaháskóla Íslands fer með gesti um sýninguna Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturssonar sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.

 

Virtual Seminar of the HM Queen Margrethe II Distinguished Research Project on the Danish-Icelandic Reception of Nordic Antiquity 25.2.2021 9:40 - 17:00 Rafrænn viðburður

We are pleased to invite those interested in Old Norse antiquities and their reception to an online seminar to be held on Thursday 25th February 2021, marking the opening of our virtual exhibition “Reception and Reinvention: Old Norse in Time and Space”.