Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Áhöfnin á Artémise 1858

Mars 2013

1.3.2013

Ritstj. Steinar Örn Atlason

Auguste Joseph Gaspard Houzé de l‘Aulnoit. Lpr. 5811.

Elstu ljósmyndirnar sem hafa varðveist frá Íslandi, frá árinu 1845, eru eftir franskan steindafræðing, Alfred Des Cloizeaux (1817–1897). Hann og nokkrir aðrir frakkar, eins og Louis Rousseau (1811–1874), voru á meðal þeirra fyrstu til að mynda landið. Þeir tóku upp eftirlætis viðfangsefni myndlistarmanna, og styrktu þannig ímyndina af þessum framandi stað: smáþorpið Reykjavík, skip við akkeri úti á höfninni, landslagsmyndir innan úr fjörðum, þurrkhjallar, og Íslendingar, oft myndaðir eftir mannfræðilegum viðmiðunum þess tíma. Það var einnig franskur ljósmyndari sem tók fyrstu þjóðlífsmyndirnar á Íslandi og þær eignaðist Ljósmyndasafnið í Þjóðminjasafni árið 1985. Það var áhafnarmeðlimur og líklega annar liðsforingi á franska eftirlitsskipinu Artémise, Auguste Joseph Gaspard Houzé de l‘Aulnoit (f. 1824), sem tók myndirnar, sem marka má af bréfi frá skipstjóranum August Véron (1819–1901). Hann skrifaði að annar liðsforinginn á skipinu „hafi yfir myndavél að ráða og vinni gott verk með henni“ og tók fram að þetta væri í fyrsta skipti sem ljósmyndir væru teknar um borð við Íslandsstrendur.

Frá 1857 hafði Ísland verið einskonar „El Dorado“ sjávarfangsins, sérstaklega fyrir útgerðarmenn í Paimpol á Bretaníuskaga í Frakklandi. Mikill fjöldi skipa var gerður út frá Frakklandi og um 3500 franskir sjómenn voru við veiðar á Íslandsmiðum árið 1864. Umfang veiðanna fól í sér þörf fyrir nákvæm kort og dýptarmælingar, sem skipsverjar á Artémise unnu að, fyrir utan að hjálpa, fylgjast með og vernda franska sjómenn við Ísland frá maí til september á árunum 1856–1861. Árið 1858 steig Houzé de l‘Aulnoit því um borð Artémise til fimm mánaða með myndavél, þar sem meginverkefnið var halda áfram með og ljúka dýptarmælingunum sem hafði verið byrjað á nokkrum árum fyrr. Ljósmyndun var þá flókin og óaðgengileg list, aðeins fyrir sérfræðinga. Það sem einkennir ljósmyndir Houzé de l‘Aulnoit er fágætt raunsæi, ólíkt flestum myndum frá Íslandi á 19. öld, sérstaklega í myndunum frá Þingeyri við Dýrafjörð.

Ein af þeim níu myndum – aðallega myndir frá Reykjavík, Þingeyri og Grundarfirði – sem varðveist hafa frá sumrinu 1858 sýnir áhöfn Artémise, eða öllu heldur hluta hennar, því áhöfnin taldi um 250 manns. Hæst settu mennirnir um borð, þar á meðal skipspresturinn Alfred Caillibotte (1834–1896) og skipstjórinn Véron, eru fremst. Það er eftirtektarvert að enginn á myndinni horfir í sömu átt og að nokkur andlitanna eru hreyfð. Ljósmyndatæknin var votar plötur og tökutími enn nokkuð langur. Flestir áhafnarmeðlima eru sitjandi, í mismunandi stellingum. Þeir hafa stillt sér meðvitað upp, sérstaklega maðurinn sem stendur í stiganum og hópurinn hægra megin á efra þilfari – sem var eðlilegt í ljósi þess að tækifærið til að fá mynd af sér var enn sjaldgæfur og merkilegur viðburður.

Sébastien Marrec


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Opnunartími og verð
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • FAQ
        • Press access to the Museum
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica