Ljósmynd mánaðarins: 2016

Tvítökur Kaldals - 15.12.2016

Desember 2016

Háalvarleikinn uppmálaður - 7.11.2016

Nóvember 2016

Það þurfti vitanlega líka að huga að heimsókn til alvöru ljósmyndara vegna fermingarmyndarinnar. Sjálfsagt þótti að fara á stofu og láta fagmann vinna verkið. Og ég hafði löngu áður tekið mjög ákveðna stefnu í vali á ljósmyndara fyrir þessa viðhöfn. Sá gerði lítið af því að mynda fermingarkrakka. Mér var löngu ljóst að hann sérhæfði sig í stórséníunum. 

Lesa meira

Jón Kaldal - Litli ljósmyndaklúbburinn - 7.10.2016

Október 2016

Ljósmynd októbermánaðar birtir óvænta sýn á ljósmyndarann Jón Kaldal sem þekktastur er fyrir svipmiklar portrettljósmyndir af þjóðþekktum einstaklingum.

Lesa meira

Minning úr kartöflugarði - 7.9.2016

September 2016

Það hefur kólnað í veðri en septembersólin skín. Moldarlykt fyllir vitin þegar fingurnir krafla í jarðveginn og tína kartöflurnar upp í fötu. Það er fallegt hljóðið sem heyrist þegar kartöflurnar falla til botns og sameinast ein af annarri; fyrst er hljómurinn holur og tómlegur en smátt og smátt þéttist hann eftir því sem fatan fyllist. Stundum leik ég mér að því að láta eina kartöflu detta ofan í fötuna í einu eða þá að ég læt margar falla samtímis: kartöflufoss. Í moldinni liggur eftir kartöflumóðirin.

Lesa meira

Ólík sýn á jólin - 7.8.2016

Ágúst 2016

Framleiðsla einfaldra jólakorta á póstkortaformi jókst mikið á árum seinni heimstyjaldarinnar. Þar réði mestu stóraukin kaupgeta almennings vegna aukinnar vinnu en líka fjöldi hermanna í landinu, sem vildi senda kveðjur heim. Nokkrir teiknarar spreyttu sig á því að teikna myndir sérstaklega fyrir slík jólakort bæði Íslendingar, eins og auglýsingateiknararnir Ágústa Pétursdóttir og Stefán Jónsson, en líka útlendingar sem sest höfðu að á Íslandi, eins og þau Barbara Moray Williams Árnason og Kurt Zier. Barbara, sem var ensk, og Kurt, sem var þýskur, voru bæði menntaðir myndlistarmenn.

Lesa meira

Panoramapóstkort - 7.7.2016

Júlí 2016

Hin klassíska stærð póstkorta er ca. 10 x 15 sentimetarar og hefur verið það frá upphafi. Alþjóða póstmálastofnunin hefur fest þá stærð í regluverk sitt í upphafi og var ekki ginkeypt fyrir öðrum stærðum. Þrátt fyrir það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með aðrar stærðir m.a. að hafa kortin af panoramagerð, það er að segja ílöng.

Lesa meira

Kári Sturluson: Lausaganga ferðamanna í Reykjavík - 24.6.2016

Júní 2016

Póstkort hafa verið hluti af lífi manna um langa hríð en saga  þeirra hér á landi nær allt aftur til aldamótanna 1900. Ákveðnar breytingar í póstkerfinu í Evrópu á 19. öld urðu til þess að einfaldara en áður varð að senda stutt bréfskeyti milli staða. Póstkortið varð þannig helsti miðillinn til að veita vinum og ættingjum hlutdeild í framandi stöðum á ferðalögum fólks.
Útgáfa póstkorta var lífleg alla 20. öld hér á landi sem annars staðar og lituð af tíðaranda og stíl hvers tíma sem og viðfangsefnum útgefenda.

Lesa meira

Bílaleikur í Blesugróf - 24.5.2016

Maí 2016

Við erum stödd íBlesugróf í Reykjavík einn sólríkan maídag árið1966. Hópur ungra drengja er saman kominn á sandhól þar sem þeir leika sér með leikfangabíla. Bílarnir eru smáar eftirlíkingar vörubíla og vinnuvéla og drengirnir líkja eftir vinnu hinna fullorðnu í leik sínum; moka sandi á vörubílspall, leggja vegi og móta vinnusvæði eða byggð. 

Lesa meira
Apríl 2016

Ljósmyndir á ferð á milli landa - 24.4.2016

Apríl 2016

Merkileg sýning með verkum frægra sænskra ljósmyndara barst safninu á síðasta ári. Þessi áhugaverða sýning kom til Íslands árið 1955 og hefur líklega átt að fara aftur til síns heima en ílengdist hér. Lítið er um myndefni frá erlendum ljósmyndurum í íslenskum myndasöfnum nema því aðeins að myndefnið sem þær sýna sé íslenskt.

Lesa meira
Mars---Einfold-form--1-

Einföld form með skýrri myndbyggingu - 24.3.2016

Mars 2016

Þessi ljósmynd Óttars Kjartanssonar frá sjötta áratug 20. aldar er að mörgu leyti mjög lýsandi fyrir verk hans. Einföld form með skýrri myndbyggingu en eru þó mennsk og mjúk. 

Lesa meira
Februar---Vandad-sig-vid-ad-sauma

Vandað sig við að sauma - 24.2.2016

Febrúar 2016

Margar kynslóðir Íslendinga hafa fljótlega eftir upphaf skólagöngu sinnar verið látnar gera svokallaða handavinnuprufu. Verkefninu var ætlað að kenna nemendum grunnspor í útsaumi. Hér sést stúlka við sauma á slíkri prufu í herberginu sínu, með áhorfanda sér við hlið.

Lesa meira

Einar en umkringdar fólki - 1.1.2016

Janúar 2016

Lengi hafa þær fylgt mér myndirnar af konunum tveimur, sem Magnús Gíslason ljósmyndari myndaði austur á Eyrarbakka, líklega sumarið 1904. 

Lesa meira