Ljósmynd mánaðarins: júní 2016

Kári Sturluson: Lausaganga ferðamanna í Reykjavík - 24.6.2016

Júní 2016

Póstkort hafa verið hluti af lífi manna um langa hríð en saga  þeirra hér á landi nær allt aftur til aldamótanna 1900. Ákveðnar breytingar í póstkerfinu í Evrópu á 19. öld urðu til þess að einfaldara en áður varð að senda stutt bréfskeyti milli staða. Póstkortið varð þannig helsti miðillinn til að veita vinum og ættingjum hlutdeild í framandi stöðum á ferðalögum fólks.
Útgáfa póstkorta var lífleg alla 20. öld hér á landi sem annars staðar og lituð af tíðaranda og stíl hvers tíma sem og viðfangsefnum útgefenda.

Lesa meira