Ljósmynd mánaðarins: ágúst 2016

Ólík sýn á jólin - 7.8.2016

Ágúst 2016

Framleiðsla einfaldra jólakorta á póstkortaformi jókst mikið á árum seinni heimstyjaldarinnar. Þar réði mestu stóraukin kaupgeta almennings vegna aukinnar vinnu en líka fjöldi hermanna í landinu, sem vildi senda kveðjur heim. Nokkrir teiknarar spreyttu sig á því að teikna myndir sérstaklega fyrir slík jólakort bæði Íslendingar, eins og auglýsingateiknararnir Ágústa Pétursdóttir og Stefán Jónsson, en líka útlendingar sem sest höfðu að á Íslandi, eins og þau Barbara Moray Williams Árnason og Kurt Zier. Barbara, sem var ensk, og Kurt, sem var þýskur, voru bæði menntaðir myndlistarmenn.

Lesa meira