Ljósmynd mánaðarins: maí 2016

Bílaleikur í Blesugróf - 24.5.2016

Maí 2016

Við erum stödd íBlesugróf í Reykjavík einn sólríkan maídag árið1966. Hópur ungra drengja er saman kominn á sandhól þar sem þeir leika sér með leikfangabíla. Bílarnir eru smáar eftirlíkingar vörubíla og vinnuvéla og drengirnir líkja eftir vinnu hinna fullorðnu í leik sínum; moka sandi á vörubílspall, leggja vegi og móta vinnusvæði eða byggð. 

Lesa meira