Ljósmynd mánaðarins: september 2016

Minning úr kartöflugarði - 7.9.2016

September 2016

Það hefur kólnað í veðri en septembersólin skín. Moldarlykt fyllir vitin þegar fingurnir krafla í jarðveginn og tína kartöflurnar upp í fötu. Það er fallegt hljóðið sem heyrist þegar kartöflurnar falla til botns og sameinast ein af annarri; fyrst er hljómurinn holur og tómlegur en smátt og smátt þéttist hann eftir því sem fatan fyllist. Stundum leik ég mér að því að láta eina kartöflu detta ofan í fötuna í einu eða þá að ég læt margar falla samtímis: kartöflufoss. Í moldinni liggur eftir kartöflumóðirin.

Lesa meira