Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Jón Kaldal - Litli ljósmyndaklúbburinn

Október 2016

7.10.2016

Ljósmynd októbermánaðar birtir óvænta sýn á ljósmyndarann Jón Kaldal sem þekktastur er fyrir svipmiklar portrettljósmyndir af þjóðþekktum einstaklingum.

Þessi mynd er hluti af myndskurðarverkefni hjá Litla ljósmyndaklúbbnum sem unnið var 27. janúar 1954. Litli ljósmyndaklúbburinn var einn af merkustu klúbbum áhugaljósmyndara sem starfræktir voru á Íslandi um miðbik 20. aldar. Verkefnin sem klúbbfélagar settu sér fyrir voru margvísleg: Myndatökur, skurðverkefni og klippimyndagerð þar sem félagsmenn æfðu formskyn og myndbyggingu. Verkefnin voru yfirleitt unnin af félagsmönnum sjálfum sem að jafnaði voru 7 talsins.

Í þessu fimmta verkefni Litla ljósmyndaklúbbsins hefur nokkrum gestum verið boðið að taka þátt og var Jón Kaldal einn þeirra. Hinir gestirnir voru áhugaljósmyndararnir: Þorsteinn Jósepsson, Ralph Hannam, Páll Jónsson og Hjálmar R. Bárðarson. Hluti af verkefninu var að gera skriflega grein fyrir því hvernig menn höguðu skurðinum en því miður hefur rökstuðningur Kaldals fyrir sinni útfærslu ekki varðveist.

Meðlimir Litla ljósmyndaklúbbsins leituðu sér meðal annars þekkingar hjá helstu ljósmyndurum og listfrömuðum þjóðarinnar og var Kaldal meðal þeirra. Einn af meðlimum klúbbsins, Rafn Hafnfjörð, rifjaði upp samskipti sín við Kaldal í viðtali árið 1998. Aðspurður um tengsl áhuga- og atvinnuljósmyndara á Íslandi um miðja 20. öld segir hann:

Þau voru afar lítil, það var helst við Jón Kaldal sem var á þessu listræna sviði sem við vorum að reyna að halda okkur á. Ég held ég geti fullyrt að hann hafi verið eini ljósmyndarinn sem var á því sviði í þá daga. Hinir voru bara með portrett-myndir mestmegnis og reyndar var Kaldal með það líka, en á allt öðrum nótum en hinir.1

Ljósmyndin með safnnúmerið LL-5-13 er sannarlega allt annars eðlis en Kaldal fékkst við dags daglega. Skurðurinn er ekki langt frá frumgerðinni svo Kaldal fór ekki jafn tilraunakennda leið við skurðinn og einhverjir félaganna í Litla ljósmyndaklúbbnum. Allmargir skáru þannig að drengirnir þrír lengst t.h. urðu þungamiðjan en nokkrir fóru lengra inn í myndina og gerðu manninn með tunnuna að viðfangsefni. Rafn Hafnfjörð fór þá leið að ramma inn drengina tvo sem sitja efst í tunnustæðunni.

Sú staðreynd að Jón Kaldal skyldi taka þátt í þessu verkefni Litla ljósmyndaklúbbsins er til vitnis um samgang félagsmanna við hann og jafnframt um sjálfsmynd Kaldals sem ljósmyndara á listræna vængnum og fordómaleysi hans sem atvinnuljósmyndara gagnvart áhugsljósmyndurum á þessum tíma.

Skráning liggur nú fyrir á verkefnum Litla ljósmyndaklúbbsins í gagnagrunninum sarpur.is

Fimmta verkefni Litla Ljósmyndaklúbbsins má sjá í heild sinni hér:
http://sarpur.is/Leit.aspx?search=LL-5&filter=1023&typeID=0

Guðrún Harðardóttir

1) Viðtal við Rafn Hafnfjörð í Guðrún Harðardóttir, Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970. Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir. (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 1999), bls. 74. 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica