Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Fjölmenn Hrafnseyrarhátíð í sudda“

Janúar 2015

1.1.2015

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Þj-Vigfús Sigurgeirsson- án númers

Vinnukonurnar á Willys-jeppanum hans afa tifuðu ótt og títt en höfðu ekki undan regninu sem buldi á rúðunni meðan bíllinn puðaði upp kinnina norðanmegin í Rafnseyrarheiðinni, gegnum stóra skaflinn sem var lítið farinn að þiðna þótt kominn væri 17. júní. Móðurafi minn, Kristján klæðskeri Tryggvason, sat við stýrið, frakkaklæddur með hatt að vanda og Agio-vindil í vinstra munnvikinu. Farþegar voru Ásgeir Sigurðsson, Geiri, maður Önnu föðursystur minnar, dóttir hans, Sigga Bogga, þá þrettán ára og undirrituð, átta ára mjóna með ljósa fléttu niður á bak. Tilefni ferðarinnar var að 150 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, besta sonar Vestfjarða og landsins alls, og því var efnt til hátíðar á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð, eða Rafnseyri eins og staðurinn var ávallt nefndur fyrir vestan. Við höfðum lagt af stað frá Ísafirði í býtið og ætluðum heim aftur um kvöldið að hátíðarhöldum loknum.

Þegar til Rafnseyrar kom mátti þegar sjá þónokkurn mannfjölda og fjölda bifreiða og dreif fólk enn að úr öllum áttum. Á svölum hins nýreista prestseturs hafði verið komið fyrir ræðupúlti og danspalli slegið upp á hlaðinu. Í Tímanum 20. júní 1961 er sagt frá hátíðarhöldunum og dagskráratriðin talin upp: Sturla Jónsson hreppstjóri á Suðureyri í Súgandafirði og formaður hátíðarnefndar setti hátíðina með ávarpi. Kirkjukór Þingeyrar söng þjóðsönginn undir stjórn Baldurs Sigurjónssonar. Forseti Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, flutti minni Jóns Sigurðssonar af svölum prestsetursins. Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, flutti erindi um Jón Sigurðsson í ljóðum hirðskálda sinna. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld las frumort ljóð: Minni Jóns Sigurðssonar, og var seinni hluti ljóðsins ortur á staðnum. Jón Ólafsson, prófastur, flutti minni Íslands. Kirkjukór Þingeyrar söng milli dagskráratriða.

Eftir kaffihlé hófst svo hinn léttvægari hluti hátíðarhaldanna og meðal annars sýndi hópur ungmenna dans. Þetta skemmtiatriði er mér enn minnisstætt, en allar ræðurnar, ávörpin, erindin og kórsöngurinn eru horfin í mistrið sem hvíldi yfir staðnum þennan dag, jafnvel sá einstæði atburður þegar Guðmundur Ingi orti í beinni. Ég tók mér stöðu þétt upp við danspallinn og ef grannt er skoðað má sjá stúlkubarnið ljóshærða fyrir miðri mynd, starandi í aðdáun upp á ungmennin sýna listir sínar.

Í Tímanum segir að á annað þúsund manns hafi sótt hátíðina og ekkert húsrými verið fyrir allan þann fjölda. Framan af degi var rigningarsuddi en síðan fór að rigna fyrir alvöru, svo rétt grillti í varðskipið Óðin sem lá úti fyrir ströndinni og beið þess að flytja forsetann aftur til Reykjavíkur að lokinni athöfn. Það var gott að komast aftur í jeppann og leggja af stað heimleiðis yfir heiðarnar þrjár í lok dags. Þrátt fyrir allt held ég þó að þarna hafi kviknað sú ævarandi aðdáun mín á frelsishetjunni Jóni sem aldrei hefur dofnað og ég var svo heppin að fá útrás fyrir síðar meir við sýningagerð bæði í Jónshúsi og í Þjóðminjasafninu. Snemma beygist krókur til þess er verða vill. Ljósmyndari var Vigfús Sigurgeirsson.

Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands

Heimild:

Tíminn 20. júní 1961, Fjölmenn Hrafnseyrarhátíð í sudda, bls. 3. Sótt af www.timarit.is


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica