Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Garðyrkjusýning Hins íslenska garðyrkjufélags 1938

September 2013

1.9.2013

Ritstj. Steinar Örn Atlason

Alfreð D. Jónsson. ADJ1-141

Hið íslenska garðyrkjufélag hélt garðyrkjusýningu í Markaðsskálanum við Ingólfsstræti í Reykjavík dagana 2. til 6. september 1938. Ingimar Sigurðsson, þáverandi formaður félagsins, sagði í ávarpi að megintilgangur sýningarinnar væri að sýna hvað hægt væri að rækta á Íslandi þrátt fyrir veðráttu, en veður hafði verið einkar slæmt þá um sumarið. Sýningin var þó ekki aðeins haldin til að kynna möguleika í ræktun á Íslandi, heldur fól framtakið einnig í sér mikla hvatningu til almennings um ræktun grænmetis almennt.

Myndin sýnir systur Ingimars, Helgu Sigurðardóttur matreiðslukonu, en hún hafði umsjón með matreiðslusýningu við þetta tækifæri. Helga var leiðandi í fræðslu um matargerð á þessum árum og gaf út mörg rit þess efnis, svo sem Grænmetisréttir (1937) og Grænmeti og ber allt árið (1940). Þátttöku Helgu í sýningarhaldinu var svo lýst í Vísi: „Inst í horninu hefir ungfrú Helga Sigurðardóttir bækistöð sína og sýnir þar fjölda grænmetisrétta o.fl., o.fl., og getur almenningur fengið slíka grænmetisrétti framreidda gegn vægri þóknun, en einnig er hægt að fá uppskriftir af því hvernig réttir þessir eru búnir til“ (Vísir, 3. september 1938, bls. 3). Á myndinni ræðir Helga við viðskiptavin og styður fingrum á krukku með súrsuðu grænmeti sem stendur á sýningarborðinu, en þar við hliðina liggur miði með áletruninni „SNERTIÐ EKKI GLØSIN“. Í Vísi var einnig minnst á uppstillinguna að baki Helgu: „Í baksýn innst í salnum er ferhyrndur reitur, sem hallar að ská niður að grundinni og er í reinum raðað rauðum tomötum, en umhverfis tomatana eru allskyns káltegundir, tröllaaldin og „grasker“.“


Mikill metnaður var lagður í sýningargerðina og var til dæmis settur upp gosbrunnur á miðju sýningargólfinu, gras lagt í flatir og göturnar á milli sýningarbásanna lagðar sandi. Þá hafði Garðyrkjufélagið ári áður fengið Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann til að gera kvikmynd sem var sýnd á sýningunni, og „höfðu margir það á orði, hversu fróðleg væri og vel tekin kvikmyndin, sem sýnd var, um notkun jarðhitans í þágu garðræktar og garðrækt, trjárækt alment o.fl.“ (Vísir, 5. september 1938, bls. 2). Aðgöngumiðar voru happadrættismiðar þar sem vinningurinn var gróðurhús að verðmæti 1000 kr.


Í blöðum var talað um glæsilegustu og fjölsóttustu garðyrkjusýningu Íslendinga en sýninguna sóttu yfir sex þúsund gestir á þeim fimm dögum sem hún var opin. Um leið og sýningin minnir okkur á frumkvöðlastarf Helgu Sigurðardóttur sýnir hún að þegar árið 1938 var rík áhersla lögð á mikilvægi grænmetis í daglegri fæðu fólks.

Kristín Halla Baldvinsdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Menningarnótt
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • COVID-19
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica