Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Úr eldhúsi Sveinbjarnar Jónssonar og Guðrúnar Björnsdóttur að Knarrarbergi.

Júní 2013

1.6.2013

Ritstj. Steinar Örn Atlason

Óþekktur ljósmyndari. Lpr. 2007-33 og Óþekktur ljósmyndari. Lpr. 1416.

Við erum stödd í eldhúsinu að Knarrarbergi við Eyjafjörð árið 1926. Þar kveður við nýjan tón í ásjónu og útliti eldhússins. Á þriðja áratugnum bjuggu margir í torfbæjum þótt víða væru komin upp timburhús, sum hver voru hluti af torfhúsþyrpingunni sem íslenski torfbærinn er. Hlóðaeldhús voru á undanhaldi en þó notuð fram eftir 20. öldinni til matargerðar.

Ýmis nýlunda er í innréttingum eldhússins. Lofthæð er mikil og veggskápar ná upp til lofts. Að sumu leyti minnir eldhúsfyrirkomulagið á það sem algengt var í eldhúsum nágrannalandanna. Við hlið olíueldavélarinnar, er moðsuðukassi úr timbri með hallandi loki. Í honum hefur Guðrún húsfreyja Björnsdóttir og hennar hjálparfólk fullsoðið matvæli til þess að drýgja orkuna en suða var látin koma á eldavélinni. Til vinstri við eldavélina er kassi sem gæti verið vatnstankur og pípur upp úr tanknum sýna að húsið hefur verið miðstöðvarkynt og eldavélin aflgjafinn bæði til húshitunar og matreiðslu. Eldavélin var jafnan heit. Á henni er suðuketill úr áli og trúlega er í honum heitt vatn, sem þægilegt var að hafa tiltækt til dæmis í uppþvottinn. Hái skápurinn yfir moðsuðukassanum er þunnur og í honum búnaður til þess að hengja upp búsáhöldin, ausur, spaða, kastarollur, trékirnur, bökunarform og hnífa. Innan á skáphurðum eru emaljeruð pottlok sem geta verið af pottunum, sem notaðir voru á vélinni eða í moðsuðukassann. Á hinum veggnum er veggskápur fyrir leirtauið en á efstu hillu eru ílát fyrir nauðsynjar til matargerðar. Í borðinu, eldhúsbekknum sjálfum, er pottaskápurinn, vaskur til hægri ofan í borði og tveir veggfastir kranar yfir honum. Sérstaka athygli vekur grindin ofan við vaskinn sem var eins konar uppþvottarekki til þess að setja nýuppþvegið glertau og eldhúsáhöld, svo af þeim mætti renna niður í vaskinn og losna með því við að þurrka þau með viskastykki, og á rekkanum sjást matardiskar til þerris. Á teikningu að húsinu sést að eldhúsið er í suðausturhorni kjallara. Eldavélin stendur við innvegginn og frá henni var bíleggjari, ofn sem vissi inn í þvotta- og baðhús sem var í norðausturhorni kjallarans. Grunnmynd hússins sýnir að vel var fyrir öllu hugsað. Herbergjum haganlega skipað niður miðað við vinnu og afköst.

 

Hjónin Sveinbjörn Jónsson, síðar jafnan kenndur við Ofnasmiðjuna, og Guðrún Björnsdóttir frá Veðramóti sigldu bæði til Norðurlandanna til náms fyrir 1920. Hann til að kynna sér og nema byggingafræði, hún garðyrkju og trjárækt. Heimkomin hugðust þau setjast að á Akureyri og reisa sér hús þar í bæ. Þær fyrirætlanir urðu ekki að veruleika og festu þau kaup á sex hektara landi. Þar reistu þau sér steinsteyptan sveitabæ þar sem íslenskar byggingarhefðir hlutu nýja útfærslu á teikningu Sveinbjörns. Burstirnar áttu sér samsvörun í torfbænum, kantur með þakbrún er í laginu líkt og vindskeiðar timburgaflanna og á vindskeiðaendana fékk Sveinbjörn múrara, Þorstein Benediktsson, til þess að steypa drekahöfuð. Þar með náðist skírskotun til norrænnar skrauthefðar fyrri alda um leið og fjölmargt í innri húsaskipan var sótt til húsagerðar sinnar samtíðar á Norðurlöndunum og sem til framfara horfði. Þeim hjónum Guðrúnu og Sveinbirni var hugleikið að efla menntun og auka þekkingu landsmanna. Hann í húsbyggingum og byggingaframkvæmdum, sem sér víða stað en framfarahugur Guðrúnar var á heimilishaldi, matjurta- og skógrækt. Í því skyni rak Guðrún húsmæðraskóla að Knarrarbergi í einn vetur og kenndi fjórum námsmeyjum þar helstu greinar heimilisfræða.

Lilja Árnadóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica