Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Vatnsberinn

Febrúar 2012

1.2.2012

Ritstj. Steinar Örn Atlason

Óþekktur ljósmyndari. Lpr. 5193.

Sumar ljósmyndir gera gat á tímann og veita manni sýn inn í liðna tíð. Ein slík er myndin af vatnsberunum að draga vagn sinn upp Bókhlöðustíginn í Reykjavík á árunum eftir 1900. Þau eru á sauðskinnsskóm, dúðuð og í gatslitnum fötum, hann gengur álútur með kaskeiti en hún með sjal vafið um höfuð sér. Hendur hans eru stórar og virðast nær svartar á myndinni. Bæði eru þau af léttasta skeiði. Brekkan er drjúg og þau lúta fram til að drífa kerruna og vatnstunnuna áfram. Þetta er áhrifarík mynd. Síðan verður eitthvað til þess að hún verður ógleymanleg.

Ég var að vaska upp þegar pabbi hringdi eitt kvöld og sagði mér að í sjónvarpinu væri verið að sýna mynd af Magnúsi Pálssyni, langafa mínum. Það var þessi mynd, myndin af vatnsberunum, og í þeirri andrá opnuðust nýjar víddir í myndinni. Magnús var fæddur í Pálshúsum í Reykjavík árið 1842, þegar íbúar bæjarins voru rétt um þúsund. Hann hafði á sínum tíma lært steinsmíði og unnið við byggingu Alþingishússins. Síðan missti hann sjónina og gerðist vatnsberi en það var eitt lægst launaða starfið sem bauðst þá í hinum ört vaxandi bæ. Þar sem Magnús var blindur sagði fylgjunautur hans til vegar og hjálpaði til við dráttinn á vagninum.

Magnús hafði kvænst og eignast fjögur börn en eftir að kona hans lést kynntist hann langömmu minni, Sesselju Gísladóttur, og átti með henni einn son, Guðmund Kristinn. Þegar Kristinn afi minn var ársgamall tók langamma sig upp og sigldi til Ameríku og ekki fréttist meira af henni. Afa var komið fyrir í fóstur hjá skyldfólki en hann hélt alltaf sambandi við pabba sinn, vatnsberann Magnús. Það var ekki virðingarstaða að bera vatn í hús í Reykjavík. Hvernig ætli afi hafi heilsað pabba sínum þegar hann hitti hann á götu?

Vatnsberar í Reykjavík voru gjarna aldraðir einstæðingar sem unnu fyrir sér með vatnsburði fyrir örfáar krónur. Oft voru þeir illa til fara og skítugir og hafði það áhrif á gæði vatnsins sem þeir báru. Fyrir utan að bera vatn í húsin báru þeir fréttir um staðinn og skiptust á sögum þegar þeir hittust við brunnana í bænum. Þeir hurfu síðan af sjónarsviðinu með tilkomu vatnsveitunnar árið 1909 enda hafði það lengi þótt skammarlegt að láta gamalt fólk draga vatnsvagna um bæinn eins og dráttardýr.

Vatnsberinn Magnús var fyrst nafngreindur opinberlega í Reykvíkingum eftir Þorstein Jónsson árið 2011 og þegar myndin síðan birtist í viðtali við Þorstein í sjónvarpinu kom það fjölskyldunni úr jafnvægi. Föðurbróðir minn hafði komið Þorsteini á sporið, en við af yngri kynslóðinni höfðum aldrei getað ímyndað okkur að myndin væri af langafa, enda til myndir af honum sem sýna glæsilegan mann. Myndin af vatnsberunum hefur birst víða án þess að fólkið væri nafngreint og myndin sjálf hefur orðið að eins konar táknmynd fyrir þessa nauðsynlegu en lítilsvirtu stétt – en nú var hún orðin að mynd af Magnúsi langafa! Fjölskyldumeðlimir sendu strax tölvupósta sín á milli, hringdust á og myndin var birt á Facebook. Fjarskyldir ættingjar voru látnir vita að „hann var langalangafi þinn, vatnsberinn“. Sumir eru afkomendur presta, skálda eða stórbænda en við erum afkomendur Magnúsar vatnsbera. Gangan upp brattan Bókhlöðustíginn hefur fengið aðra og dýpri merkingu.

Ágústa Kristófersdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Opnunartími og verð
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • FAQ
        • Press access to the Museum
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica