Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Á leið í fangelsi
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Á leið í fangelsi

JANÚAR 2020

1.1.2020

Ljósmyndari óþekktur. Lpr-2011-88.

Vart verður sagt að þessi mynd láti mikið yfir sér. Tveir menn í vaðmálsfötum og báðir með hatt á gangi á götu um 1900-1905. Annar er með strigapoka á öxlinni og það er eins og hinn sé að fylgjast með honum. Staðsetningin er óljós en þegar rýnt er í kennileiti má greina járngrindverk bogalaga og húsaröð í bakgrunninum. Þá sést að þetta er gamalkunnugt myndefni með brúnni yfir Lækinn neðst í Bankastræti í Reykjavík og í baksýn er Melsteðshús til vinstri. Það er textinn sem skrifaður er aftan á myndina sem setur hana í annað samhengi. „Þjófur úr Árnessýslu sem strauk til Reykjavíkur um aldamótin. Símon á Fossi er að handtaka hann.“ Símon á Fossi var Jónsson og kenndur við bæinn á Selfossi þar sem hann bjó. Hvaða möguleikar voru á að taka mann til fanga sem hafði strokið úr haldi? Símon hefur ekki komið neinum böndum á fangann en stendur bara til hliðar við hann og fylgir eftir. Það eru ekki til margar aðrar myndir tengdar föngum eða fangelsum frá þessum tíma.

Fangar voru almennt hafðir í útihúsum hjá sýslumönnum eða einhverjum á þeirra vegum. Fangelsi landsins var í Reykjavík, þar sem nú er Stjórnarráðið og seinna leysti Hegningarhúsið það af hólmi. Fangaklefar voru reistir á þéttbýlisstöðum undir lok 19. aldar.

Fangelsismál á Íslandi voru erlendum mönnum gamanmál eins og lesa mátti í úrklippum úr enskum blöðum á sýningu á ljósmyndum og úrklippum úr fórum Pike Wards útgerðarmanns sem sýndar voru í Myndasal Þjóðminjasafnsins haustið 2019 fram yfir áramótin 2020.

Önnur frásögnin ber heitið „Tóm fangelsi“. Þar er sagt að Íslendingar hafi orð á sér fyrir heiðarleika. Þjófnaðir séu nánast óþekktir og morð hafi ekki verið framið í áratugi. Þrátt fyrir góðan aðbúnað í fangelsi landsins og góðan kost láti Íslendingar ekki freistast til að fá þar vist og fangelsið í Reykjavík sé næstum alltaf tómt.

Hin frásögnin segir af ferðamanni á hesti á leið yfir hálendið sem rekst á mann á ferð og tekur hann tali. Spyr hann að heiti og hvert hann sé að fara. Hann segist vera að fara í fangelsi fyrir sauðaþjófnað. Sýslumaðurinn hafi verið svo upptekinn að hann hafi sent hann einan með bréf til að fara í fangelsið. Þeir kveðjast. Viku síðar er maðurinn á ferð til baka og rekst á fangann á sama stað. Hann spyr hverju sæti. Jú hann fór í fangelsið en hafði tapað bréfinu þannig að þeir vildu ekki hleypa honum inn. Þannig að fanginn var bara á leiðinni heim aftur.

Fleiri slíkar gamansögur af fangelsismálum og heldur nýrri eru líka kunnar. Þær segja kannski eitthvað um viðhorf Íslendinga sjálfra til glæpa og refsinga. Frásagnir á úrklippum á sýningu Pike Ward eru bara einn vitnisburðurinn um það.

Inga Lára Baldvinsdóttir  


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Opnunartími og verð
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • FAQ
        • Press access to the Museum
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica