Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Bakhliðar myndaspjalda á ljósmyndum Önnu Schiöth

Febrúar 2014

1.2.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Þegar ljósmyndaarfurinn frá nítjándu öldinni er skoðaður er í sumum tilfellum ákaflega lítið til af heimildum um starfssemi einstakra ljósmyndara. Það á við um Önnu Schiöth á Akureyri. Ljósmyndastofa „ H.Schiöth“, sem starfrækt var á árunum 1878 til 1898, var reyndar alla tíð kennd við eiginmann Önnu, Hendrik Schiöth bakara þó starfsemin væri eingöngu í höndum Önnu. Mannamyndir voru helsta framleiðsla stofunnar þó Anna hafi tekið nokkuð af staðarmyndum.

Plötusafn Önnu hefur ekki varðveist og engin skrá er til yfir það. Skortur heimilda leiðir mann að því hvað lesa megi út frá umbúnaði myndanna sjálfra sem ljósmyndarinn framleiddi og skildi eftir sig. Rannsókn á myndum sem varðveist hafa frá Önnu vegna sýningar á Minjasafninu á Akureyri árið 2010, leiddi í ljós að myndabökin á mannamyndum hennar eru bara af þremur gerðum.

Elsta spjaldgerðin er gul/appelsínugul og á henni er minna skraut en á þeim sem koma seinna, spjaldið er líka um 0,6 sm lægra en hin. Af gæðum myndanna og öðru útliti er hægt að fullyrða að á þessu tímabili hafi Anna verið að mynda á vot-plötur og þar með að hún hafi notað þessi bök á fyrstu árum stofunnar frá 1878 til um 1880, og í síðasta lagi til ársins 1882 þegar hún fór að taka á þurr-plötur. Gæði myndanna og myndatökunnar eru lélegastar á þessum myndum.

Næsta spjaldgerð er meira skreytt en að öllu leyti með sama texta og hefur verið notað á árunum um 1880 til 1892. Nokkrir litir voru á spjöldunum, svo sem ljósbrúnt, ljósgult, bleikt og fleiri. Fjölbreytni í lit spjaldanna bendir til mikils fjölda myndatakna á tímabilinu. Skraut og texti bakanna breytist hins vegar ekki. Það er erfiðara að fastsetja árið sem hún skiptir út mið spjöldunum , en það var á árunum 1890 til 1892 en af því magni mynda sem til eru af mið gerðinni, þá er líklegra að það hafi verið um 1892.

 

Síðasta spjaldið hefur verið notað frá um 1890 til 1898, er minna skreytt en það næsta á undan, en við textann á bakhlið hefur verið aukið og þar stendur: „Platan geymist ef fleiri myndir óskast síðar“. Athyglisvert er hve gott íslenskt mál er notað í þessari viðbót, minnug þess að Anna og Hendrik maður hennar voru dönsk. Annað sem þessi texti sýnir er að það að varðveita og endurkópiera myndaplöturnar leiddi bæði til söfnunar á glerplötunum og svo að sjálfsögðu aukinna viðskiptatækifæra. Í stað þess að plötunum væri hent jafnóðum og búið var að kópiera eftir þeim, eins og þekkt er erlendis frá, þar sem dæmi eru um að plöturnar væru skafnar og notaðar í annað, eins og til dæmis í glugga eða gróðurhús. Þegar hér var komið hefur kostur þess að varðveita plöturnar verið orðinn ljós. Vitað er að þegar Anna seldi stofuna Arnóri Egilssyni árið 1898 fylgdi plötusafnið með í kaupunum. Þessi útgáfa af spjaldinu er ljós og er áberandi að myndir á þessum spjöldum eru betur varðveittar og skýrari en myndir á hinum spjöldunum, skýringin gæti verið að bæði hafi Anna verið að nota betri efni til framköllunar og einnig gæti skýringin legið í betra sýrustigi spjaldanna. Auðvelt er að fullyrða um að síðasta spjaldið komi síðast vegna aldurs þess fólks sem á þeim er og gæða myndanna.

Textinn á framhlið spjaldanna er eins á öllum gerðum þeirra, fyrir utan stafsetningarvillu á elstu gerðinni. Þar stendur „Akureyri, Jsland“ í hægra horninu neðst.

Myndir af börnum Önnu eru líka óræk sönnun á aldursröð spjaldanna þar sem sjá má hvernig þau vaxa úr grasi á öllum gerðum þeirra og í þessari röð sem hér er kynnt.

Vonandi nýtist þetta öðrum sem á eftir koma við aldursgreiningar á ljósmyndum Önnu Schiöth.

Hörður Geirsson


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica