Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Líkkista borin á land í Reykjarfirði

Mars 2014

1.3.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Ingibjörg Kristjánsdóttir. IK-72.

Ljósmyndir búa yfir þeim eiginleika að skapa hughrif. Þær knýja áhorfandann til þess að leita svara við spurningum sem vakna um myndefnið.

Hér getur að líta ljósmynd frá fimmta áratug síðustu aldar. Hún er frá tíma sem ætti að vera nokkuð auðvelt að afla nánari upplýsinga um. En er það í raun svo? Eru sjö áratugir ekki of langur tíma til þess hægt sé að fullyrða hvað fyrir augu ber? Leita þurfti til ýmissa til þess að komast að niðurstöðu um hvað myndin sýnir.[1]

Hún sýnir landgöngu sex manna, sem bera á milli sín djúpa líkkistu með trapisulaga loki sem lagt er ofan á kistuna. Skip eru beggja megin trébryggju við allbreiðan fjörð. Þau andlit sem sér framan í bera með sér alvöru, einbeitingu og sorg. Vélbáturinn til hægri er Tóti ÍS-10, nú varðveittur í Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði. Kona, vafalaust á íslenskum búningi, situr á ferðakofforti eða kistu og veit að skipshlið fleysins til hægri. Líkkistan hefur verið flutt í því skipi og nálgast senn sinn lokaáfanga á langri leið. Á þessum tíma var sjóleiðin sú eina færa, ökutæki fátíð í sveitum og vegasamband oft á tíðum afar stopult.

Syrpa með filmum áhugaljósmyndarans Ingibjargar Kristjánsdóttur barst Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni fyrir nokkrum árum. Hún var fædd árið 1907 á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit. Gat myndin verið tekin á þeim slóðum? Til að skera úr um það varð að leita til staðkunnugra. Í þessu tilfelli var heppnin með því nokkrir heimildamenn tóku af vafa um að svo er ekki. Myndin reyndist tekin ofan við bryggjuna í Reykjanesi við Djúp og handan Reykjafjarðarins sér yfir á hjallana vestan hans. Svo langt var komist að tveir mannanna þekkjast örugglega og hattur þess þriðja auðþekktur. Ungi maðurinn í ofanígirtri peysu og í bússum er Hákon Salvarsson (1933-2005) í Reykjarfirði. Bak við hann sér í svartan kúluhatt og þar fer Páll Pálsson (1891-1972) bóndi í Þúfum í Vatnsfirði, sem þekktist hvar sem hann fór á hattinum. Á miðri mynd í tvíhnepptum ferðafötum úr ull og í leðurstígvélum er Eiríkur Stefánsson (1901-2001) kennari. Tóta smíðaði Falur Jakobsson úr eik og furu árið 1930. Hann var í notkun við Djúp til ársins 1968 en um það leyti sem myndin var tekin eignaðist Halldór Víglundsson ráðsmaður í Reykjanesi bátinn. Hitt skipið er kantsettur vélbátur sem gæti verið Djúpbáturinn Bragi ÍS.

Miðpunkturinn er kistan, hvítmáluð, slétt utan og hankalaus. Hún stendur á grind með kaðallykkjum sem burðarmenn halda í. Þegar flytja skyldi líkkistur sjóleið milli staða tíðkaðist að koma þeim fyrir ofan í flutningskistum, eins og þessari, úr zinki eða öðrum málmi og voru þær innsiglaðar eða forsiglaðar eins og það var nefnt. Var það gert í sóttvarnarskyni og til þess að varna því að nálykt bærist út.

Sennilegt verður að teljast að sá sem í kistunni var hafi látist á sjúkrahúsi fjarri heimahögum. Á þessum tíma var dauðinn sjálfsagður hlutur daglega lífs og banalegan legin á heimilinu. Samferðakonan sem vafalaust er nákomin hinum látna kom um langan veg með hafurtask hins látna í kofforti. Á þessum árum voru berklar landlægir og lögðu margt fólk á besta aldri að velli. Kenning Ásgeirs Svanbergssonar er að hér sé verið að flytja lík Jónínu Jórunnar Ólafsdóttur (1913-1941) húsfreyju í Reykjanesi. Kista hennar hafi verið flutt í land í Reykjanesi til þess að halda þar húskveðja en þaðan varð síðan að flytja kistuna landveg að kirkjunni í Vatnsfirði. Jónína lést úr berklum í júlí 1941 á Vífilstöðum. Þegar Ásgeir fór að skoða myndefnið nánar með konu sinni Ásthildi Pálsdóttur sáu þau að þar er Eiríkur, sem fyrr er nefndur en Jónína Jórunn var kona hans.

Greining þessarar ljósmyndar leiddi til þess að unnt var að greina tökustað, tíma og tilefni. En ósvarað er hvernig stóð á nærveru Ingibjargar Kristjánsdóttur á bryggjunni í Reykjanesi? Ingibjörg var áhugaljósmyndari og um skeið ráðskona Sigurðar bróður síns á Ísafirði sem gerðist þar prestur árið 1942. Ingibjörg fékk berkla 1932, átti lengi í þeim veikindum og dvaldi á sjúkrahúsi í ríflega tvö ár. Ekki er ósennilegt að Ingibjörg og Jónína Jórunn hafi þekkst og Ingibjörg siglt frá Ísafirði í Reykjanes til þess að fylgja henni síðasta spölinn.

Lilja Árnadóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica