Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Póstkortagerð Gunhildar Thorsteinsson

Apríl 2014

1.4.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Elsta póstkortið í Ljósmyndasafni Íslands með íslensku myndefni er póstkort gefið út af Olav Ostlyngen kaupmanni á Elvebakken í Noregi árið 1900, það póstkort sýnir Oddeyri á Akureyri. Olav rak prentsmiðju og gaf út póstkort víða að en ekki er talið að hann hafi sjálfur tekið allar myndirnar á kortunum sem hann gaf út.[1] Ári síðar hóf Carl Proppé verslunarstjóri á Þingeyri að gefa út póstkort með prentuðum myndum fyrstu manna á Íslandi.[2] Á skömmum tíma breiddist póstkortaframleiðslan út um landið og varð vinsæl jafnt hjá ljósmyndurum sem sáu um framleiðsluna og hjá kaupendum, enda lítið um almennar myndbirtingar á þessum tíma. Þá hafði almenningur ekki aðgang að myndavélum og í flestum tilfellum lítil tækifæri til ferðalaga. Þess vegna urðu póstkortin mikilvægur sjónauki, ef svo má kalla. Í kjölfar vinsælda póstkortanna varð framleiðsla þeirra ákveðin tekjulind fyrir ljósmyndara og bætti afkomumöguleika þeirra.

Gunhild Thorsteinsson ljósmyndari rak portrettljósmyndastofu í til þess byggðu húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Samhliða ferðaðist hún um landið og tók myndir gjarnan frá sjó úr strandferðaskipum af þéttbýlisstöðum. Auk þess leitaði hún uppi vinsæla ferðamannastaði landsins og gaf út póstkort með myndum af þeim. Póstkort hennar voru m.a. prentuð í Greifswald í Þýskalandi og virðast öll vera framleidd í Þýskalandi. Kortin eru gefin út á fyrsta áratug síðustu aldar. Þrjár ólíkar gerðir af kortum Gunnhild eru kunnar. Í fyrsta lagi eru það kort þar sem myndin er aðeins á hluta framhliðar og þar er einnig texti sem greinir frá staðsetningu og nafni útgefandandans. Í öðru lagi eru það kort þar sem myndin er yfir alla framhlið kortsins og aðeins texti um staðsetningu prentaður efst á myndflötinn. Í þriðja lagi eru það brúntónaðar myndir sem engin texti er á. Þau kort skera sig frá öðrum útgefnum íslenskum kortum, því enginn annar virðist hafa gefið út póstkort í þessum brúntónaskala. Gunhild virðist hafa verið eini íslenski kvenljósmyndarinn sem fékkst við þá iðju að framleiða póstkort með ljósmyndum sínum.

Gunhild er með auglýsingu í Ísafold 1909 svo hljóðandi: „Póstkort með mynd af sjálfum yður til að senda ættingjum og vinum á jólum eða nýjári getið þér fengið í myndastofunni í Hverfisgötu 4, 12 stk. að eins 2 kr. 50a. Gunnhild Thorsteinsson“.[3] Það hefur þá verið fjórða gerð korta frá Gunhild. Því miður hafa ekki varðveist nein slík mannamyndapóstkort frá henni í Ljósmyndasafni Íslands.

Póstkort hafa bæði persónulegt og sögulegt gildi. Textinn sem á þau er ritaður er persónuleg heimild um samskipti á milli fólks og hvernig þau fóru fram og myndir þeirra eru gluggar inn í hugarheim og staðhætti liðinna tíma. Persónulegt gildi póstkorta sannast m.a. í því að í dag getur fólk látið búa til póstkort með mynd að sínu eigin vali. Þar með er báðar hliðar póstkortsins farnar að hafa persónulegt gildi fyrir fólk.

Dæmi um þrjár gerðir póstkorta frá Gunnhild Thorsteinsson:

Kristín Halla Baldvinsdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica