Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Jónas Hallgrímsson og „ástandsbyrgið“

Maí 2014

1.5.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Lpr. 2009-3,139.

Oft er erfitt að átta sig á hvers vegna mynd fangar athygli manns. Svo var einmitt með þessa litlu ljósmynd í myndaalbúmi úr búi Ástu Svanhildar Guðmundsdóttur. Albúmið var afhent Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni til varðveislu árið 2009. Eftir að hafa skoðað vel myndirnar í albúminu var sú sem fangaði mína athygli ljósmynd sem tekin var í Reykjavík fyrir 69 árum síðan, vorið 1945.

Myndin sýnir styttuna af Jónasi Hallgrímssyni á sínum upprunalega stað, á flötinni vestan við húsið að Amtmannsstíg 1 sem kallað var Gunnlaugsenshús (eftir Stefáni Gunnlaugssyni sýslumanni og landfógeta sem reisti húsið sumarið 1838) og síðar Landlæknishúsið (eftir Guðmundi Björnssyni landlækni sem keypti húsið árið 1897). Nú er þar veitingastaðurinn Humarhúsið. Milli hússins og styttunnar á myndinni er loftvarnabyrgi, byggt úr sandpokum.

Mig grunar helst að það sem olli því að þessi tiltekna mynd fangaði athygli mína umfram aðrar í albúminu hafi verið andstæðurnar: náttúrufræðingurinn, skáldið og rómantíkerinn, bronsaður á stalli, líkastur byrgisverði framan við sandpokavirki, táknmynd ónáttúrulegra stríðsátaka.

Mér flaug í hug að Jónas væri satt að segja ekki svo ýkja sáttur við hlutskipti sitt þarna. Og að hann vildi, ef hann gæti, koma rödd sinni og gagnrýni á framfæri. Fannst ég nánast heyra óánægjurödd skáldsins, jafnvel uppgjöf, gagnvart þessari stöðu, kyrrstöðu.

Hannes Pétursson frelsaði Jónas frá raddleysinu árið 1993 í ljóðabálkinum Vorgesti:

„Fagran júnídag 1944 sté Náttúruskoðarinn óvænt út úr
koparstyttu af sjálfum sér hjá sandpokavirki í höfuðstað
landsins. Hann hélt á hagablómum í vinstri hendi, eins og
venjulega, og litaðist um; ávarpaði svo ungan pilt sem sat
þar einn í grasbrekku, hugsi. Pilturinn leit upp og hlustaði,
líkt og annars hugar, á manninn sem sagði hægt og skýrt,
áður en hann hvarf aftur inn í standmynd sína:

Lofsungnar heimsmyndir
hrynja til ösku
á báli varmenna.

Þær brenna fyrir augum þér!

Aðeins vonunum
aðeins draumunum
geta eldarnir ekki tortímt:

hinu bláa
bliki hjarta þíns.“

Eintal hins útstigna Náttúruskoðara í túlkun Hannesar lýsir áfram bölsýni og harmi yfir örlögum höfuðborgarinnar og gunguskapi ósjálfstæðrar þjóðar gegnt hervaldi.

Styttan af Jónasi Hallgrímssyni er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Hún var steypt í Kaupmannahöfn og henni síðan stillt upp á fyrrnefndum stað á aldarafmæli skáldsins árið 1907. Sandpokabyrgið var reist að fyrirskipan loftvarnanefndar í nóvember 1942, því var skipt í hólf og átti að rúma 100-200 manns. Það var fyrst og fremst ætlað Menntaskólanemum (enda reist á næstu lóð við skólalóðina) og gestum Nýja bíós, ef til loftárása kæmi.

Til allrar hamingju reyndist ekki þörf á ætluðu hlutverki sandpokabyrgisins. Einu raunverulegu hlutverkin sem íjað er að að sandpokabyrgin í miðborginni hafi gegnt er að finna annars vegar í grein í Alþýðublaðinu árið 1943. Þar segir „Hannes á horninu“, er hann kvartar undan sóðaskapnum í kringum byrgin: „Að minnsta kosti er mér tjáð að „ástandið“ hafi leitað athvarfs í byrgjunum – og má þá segja að við séum búin að fá „opinber hús“.“ Í desember sama ár skrifar hins vegar Víkverji í Morgunblaðið um dauninn sem leggur af sandpokabyrgjunum sem sums staðar hafi verið notuð sem opinber salerni.

Síst má ætla að byrgisvörðurinn Jónas hafi verið sáttur. Eða hvað? Honum virðist raunar ekki hafa verið neitt sérstaklega í nöp við ástarfundi. Úr ljóðum hans má almennt og þvert á móti lesa að hann hafi litið ástarfundi mjög rómantísku ljósi.

Þegar líður á fyrrnefndan ljóðabálk Hannesar Péturssonar stoppar skáldið og Náttúruskoðarinn sig enda af og orðræða hans glæðist bjartsýni. Aldrei skulum vér gefast upp!

Sandpokabyrgið að baki Jónasar var rifið árið 1945, skömmu eftir að ljósmyndin var tekin. Skáldið stóð þar áfram á stalli sínum í tvö ár. Þá var það fært í Hljómskálagarðinn. Þar stendur Jónas enn á sínum stalli, hálf falinn, en getur borið vitni fjölda rómantískra funda á bekknum sem lúrir hjá honum. Fyrir skömmu heyrði ég af trúlofun sem átti sér stað á umræddum bekk, frammi fyrir skáldinu góða. Náttúruskoðarinn heldur því áfram að gæta ástarfundanna.

Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir

Heimildir:

Hannes Pétursson. Eldhylur. Reykjavík 1993.

Morgunblaðið. 21. maí 1989.

Vísir 4. nóvember 1942.

Þór Whitehead. Ísland í hers höndum. Reykjavík 2002.

Alþýðublaðið. 1. júní 1943

Morgunblaðið. 15. desember 1943.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica