Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Reykhólar 1945 - Björn Björnsson
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Björn Björnsson á Reykhólum 1945

ÁGÚST 2017

30.7.2017

BB-6893, BB-6899, BB-6894, BB-6902.

Ég minnist dvalar Björns, er hann kom og dvaldi á Reykhólum sumarið 1945. Hann var mikill áhugamaður um ljósmyndun fugla. Hann spurðist sérstaklega eftir  hvar örn væri að finna og hvar helst sýnilegur.

Einstaka sinnum kom fyrir að örninn verpti frammi í eyjum, en varpstaðir voru uppi á Reykjanesfjallinu til dæmis á tveim stöðum við Grundarvatn. Örninn var þarna sem eðlilegur hluti af náttúrunni. Annars var ekkert verið að leita að arnarhreiðrum, en sagt frá ef spurt var um. Við fylgdumst lítið með ferðum Björns. Af eðlilegum ástæðum vilja myndatökumenn fá að vera einir og forðast allt ónæði. Myndirnar segja best frá.

Þegar litið er yfir myndefni Björns frá Reykhólum, skiptist það í tvennt, sem vakið hefur athygli hans. Annars vegar myndir tengdar fuglalífinu og hins vegar, og ekki síður, þessar gömlu en fyrrum reisulegu byggingar sem þar stóðu. 
Þrjár af myndum Björns benda til þess að hann hafi lagt leið sína upp að Grundarvatni í von um að sjá örn þar í návígi. Þær eru allar teknar upp á fjallsbrún Grundardals, en þar er góð uppganga þegar farið er upp að Grundarvatni. Sér þarna yfir Grund, Skeiðið, Reykhóla og hluta af eyjaklasanum.

Reykhólar 1945 - Björn BjörnssonÖnnur myndaröð er tekin út við Mávavatn, mikla fuglaparadís. Þetta varpsvæði hefur vakið mikinn áhuga hans. Þar var alltaf hægt að finna varpstað lómsins og álftarinnar og fleiri fugla meðal annars einhverjar andategundir. Ef til vill hefur eitt og eitt æðarhreiður verið þar á svæðinu. Álftin átti þarna sama stað. Ég lék mér eitt sinn að því að ganga meðfram vatninu og  herma eftir álftinni og kvaka sem líkast henni. Bragðið heppnaðist, hún elti mig meðfram bakkanum eins og ég væri með hana í taumi.

Reykhólar 1945 - Björn BjörnssonGamli Reykhólabærinn sem byggður var á árunum 1873-74 er annað myndefni Björns. Þetta var stærsti bær á Vesturlandi næstur honum var Rauðseyjabærinn, sem reistur var á sama tíma. Stærðarmál bæjarhúsa var  tilgreint hversu margar hurðir væru á járnum. Í Reykhólabænum voru 28 hurðir  og 3 lofthlerar. Nærmyndir af þessum gamla bæ sem var orðinn hrörlegt hreysi sýna húsakynnin á síðasta ári sem búið var í honum. 

Reykhólar 1945 - Björn BjörnssonÁ yfirlitsmynd af Reykhólabyggðinni eru peningshúsarústirnar vel sýnilegar. Veggurinn á stóru heyhlöðunni var 27 m langur og  3 m hár. Hann var hlaðinn úr streng. Torfstrengurinn gæti verið 15-20 sm þykkur og 30-50 sm breiður. Fjögur manngeng fóðurgangsop fram í fjárhúsjöturnar eru á myndunum en fimmta opið, fram í fjósið, sést ekki á myndinni. Ég giska á að veggurinn hafi verið a.m.k. 90 sm.  þykkur (þrjú fet). Heyhlaðan var 40 álnir X 9 álnir og 5 álnir  undir bita ( 27 m x 5,5 m x 3 m). Við þessa hlöðu stóðu 5 fjárhús fyrir 240 fjár, hesthús fyrir 16 hross, fjós fyrir a.m. 12 nautgripi og stór smíðaskemma.

Þá er Reykhólakirkjan með Reykjanesfjallið í baksýn. Kirkjan var reist 1856 en tekin niður 1963 og flutt nokkru síðar vestur á Saurbæ á Rauðasandi.

 Hjörtur Þórarinsson


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica