Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Sjoppa á Sólvallagötu
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Sjoppa við Sólvallagötu

SEPTEMBER 2017

31.8.2017

Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson

Sjoppur urðu hluti af menningarlandslagi Íslendinga á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þó að orðið sé upphaflega slangur komið af enska orðinu shop hefur það fyrir löngu öðlast þegnrétt í íslensku og lifað samhliða hinu formlega heiti söluturn. Söluturn byggir á hinum eina sanna söluturni, sem var fyrst reistur neðst við Hverfisgötu árið 1907, en hefur ferðast víða og er nú á Lækjartorgi. Söluturnar risu síðar víða um land og voru flestir turnlausir.

Sjoppur voru í raun verslanir með „sælgæti, sígarettur og vindla“ auk lágmarks nauðsynjavöru, en þjónuðu stundum öðrum hlutverkum samtímis eins og strætisvagnaskýlis. Húsakynni þeirra voru gjarnan stakir skúrar eða viðbyggðir utan í húsum þó þau gætu líka verið á jarðhæðum húsa í verslunarrými.

Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari er af kynslóð eftirstríðsáranna. Skáld hans kynslóðar hafa lýst með eftirminnilegum hætti mikilvægu hlutverki sjoppunnar í lífi ungmenna. „Táningamiðstöðin“ kallar Sigurður Pálsson skáld Simmasjoppu við Suðurgötu og segir: „Og Fálkagatan var eins og tilboð sem erfitt var að neita, við hinn enda götunnar var Simmasjoppa, unglingamiðstöð minnar kynslóðar.“[1] Óð til sömu sjoppu er að finna í bókum Péturs Gunnarssonar, Þórarins Eldjárns og fleiri höfunda. Upp úr 1980 umbreyttust margar sjoppur í vídeóleigur. Hafandi lifað blómatíma sjoppunnar skynjaði Guðmundur breytingar í sjoppurekstri Reykvíkinga. Á árunum 1989-90 tók hann sig því til og myndaði um 20 sjoppur hið ytra. „Mér fannst einhvern veginn 1989 að ég væri farinn að merkja offramboð og hnignum svo ég ákvað að taka mig til og ljósmynda nákvæmlega þær sem voru mest áberandi.“[2] Syrpa Guðmundar vitnar um fjölbreytileika sjoppanna í húsakosti og margbreytilegri flóru merkinga og auglýsinga. Hnignunarskeiðið er runnið upp rétt eins og Guðmundur skynjaði. Bensínstöðvar tóku að hluta við hlutverki sjoppunnar og sælgæti er nú selt víða eins og í pósthúsum og byggingarvöruverslunum. Félagslega hlutverkið sem sjoppan gegndi er orðinn hluti af þjónustu sveitarfélaga.

Á löngum ljósmyndaferli hefur Guðmundur sinnt mikilvægu hlutverki í skráningu á Reykjavík. Hann hefur myndað miðbæ Reykjavíkur með markvissum hætti tvívegis, en líka jaðar borgarinnar og ný hverfi í mótun. Myndræn skráning hans á sjoppunum er í senn óður til hverfandi heims og skráning á sérstökum menningarkima.

Inga Lára Baldvinsdóttir

 


[1] Sigurður Pálsson. Táningabókin, Reykjavík 2014, s. 29.
[2] www.ruv.is/frett/sjoppurnar sem hurfu yfir moduna miklu. Sótt 16. ágúst 2017.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica