Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Hafnarstræti 2
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Hafnarstræti 2 – horfið hús

OKTÓBER 2017

1.10.2017

Ljósmyndari Guðmundur Ingólfsson

 

Árið 1987 kom bókin Kvosin, byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur, út fyrir tilstilli Torfusamtakanna. Í þeirri bók birtust á annað hundrað  nýjar myndir eftir Guðmund Ingólfsson af húsum sem stöðu þá í miðbæ Reykjavíkur á því svæði sem kallast Kvosin. Mynd af Bifreiðastöð Steindórs við Hafnarstræti 2 frá árinu 1986 var ein þeirra.

Húsið var byggt árið 1937 af Steindóri Einarssyni bílstjóra  og teiknað af Guðmundi H. Þorláksyni.1 Það ber sterk stíleinkenni síns tíma funkisstefnunnar til dæmis í gluggasetningu þar sem gluggar eru hornsettir og sameinast við horn. Það er hraunað líkt og var algengt með steinhús á tímabilinu. Húsið var rifið árið 1992.2 Athafnasvæði Bifreiðastöðvar Steindórs var oft kallað Steindórsplan, þar sem umsvif bifreiðarstöðvarinnar voru. Heyra svona plön eða torg með bifreiðastöðvum nú næstum sögunni til en bifreiðastöðvar voru áður á nokkrum slíkum í Reykjavík og Bifreiðastöð Steindórs ein sú helsta. Umræður um skipulagsbreytingar höfðu átt sér stað um langan tíma á þessum reit.3 Eftir að húsið var rifið sameinuðust Steindórsplan og Hallærisplan og fengu nýtt heiti Ingólfstorg með samþykki  Borgarráðs árið 1991.4

Nokkrar manneskjur eru við hornglugga og stara á Guðmund þegar hann smellir af myndinni. Væntanlega eru þetta starfsmenn bifreiðastöðvarinnar. Í húsinu var árið 1986 einnig staðsett svokallað Kristnes-video og má m.a. sjá merki um það í glugganum vinstra megin á neðri hæðinni. Svokallað Fálkahús, Hafnarstræti 1-3 sést lengst til vinstri á myndinni þar var á þessum tíma til húsa verslunin Heimilistæki og verslun Heimilisiðnaðarfélagsins.

Nú 80 árum eftir að húsið var byggt, 30 árum eftir að myndin var tekin og 25 árum eftir að það var rifið gefur myndin okkur sýn inn í breytta ásýnd Reykjavíkur í elsta hluta borgarinnar.

Kristín Halla Baldvinsdóttir

 


1) Hjörleifur Stefánsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Guðmundur Ingólfsson. Kvosin, bls. 96.
2) http://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/skyrsla_157.pdf, bls. 66.
3) Alþýðublaðið 2. febrúar 1978 og Morgunblaðið 16. febrúar 1978.
4) Morgunblaðið 4. desember 1991.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica