Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Hverjar eru rætur rúntsins?
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Hverjar voru rætur rúntsins?

NÓVEMBER 2017

31.10.2017

Ljósmyndari Rob Hornstra

Lpr-2006-84

Unglingar á rúntinum, erlendar fiskverkakonur í pásu að fá sér smók, eyðileg bryggja, stuð í partýi, fólk við beitningu, strákar með bjórdósir á rölti eða sitjandi í hægindastól, fjölskyldumyndaveggir, sjoppur úti og inni, tóm og nöturleg þorp, konur í vinnusloppum í frystihúsum, rúnum rist andlit, herbergi í yfirgefnum húsum. Þetta eru sundurlaus dæmi um myndefnið í ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra sem hann tók á Íslandi árið 2005. Myndirnar voru afrakstur af Evrópuverkefni sem hafði þemað vinna. Rob var valinn úr hópi hollenskra ljósmyndara til að mynda fyrir verkefnið hér á landi. Úrval myndanna var á sýningunni Rætur rúntsins í Þjóðminjasafninu ári síðar og kom út í samnefndri bók.

Þegar Rob sótti um styrk til verkefnisins lýsti hann því sem markmiði sínu að gera bók sem væri andstæða bókarinnar Íslendingar eftir ljósmyndarann Sigurgeir Sigurjónsson. Bók Sigurgeirs er helguð eldra fólki sem lifir hefðbundu sveitalífi, gjarnan einbúum, fulltrúum gamla Íslands. Samkvæmt þeirri skilgreiningu ætti bók Robs að vera lýsing á nýja Íslandi. Hér eru valin andstæð sjónarhorn en báðir heimarnir eru til.

Mörgum þótti sem myndir Robs endurspegluðu landsbyggðarandúð. Sýnin á þorpin er sannarlega dapurleg og ekki fegrandi. Þegar þorpsmyndunum sleppir gæti annað myndefni hins vegar verið tekið hvar sem er, allt eins á höfuðborgarsvæðinu eins og úti um byggðir landsins. Þeir kimar sem kastljósinu er beint að eru alls staðar á landinu. Farandverkamenn í þreyttu húsnæði eða við störf, niðurnídd hús, myndaveggir með forfeðrum og afkomendum eða fiskverkakonur.

Bók Robs sló nýjan raunsæistón í íslenskri ljósmyndun sem hefur haft áhrif á ýmsa síðan, eins og til dæmis Valdimar Thorlacius í verkefnum hans um einbúa og Hveragerði.  

Raunsæið ríkir og ekkert er upphafið. Ekki alveg sú glansmynd af okkur sjálfum sem við viljum helst sjá, en sannarlega hluti af þeirri stóru mósaikmynd sem sýnir Íslendinga alla.

Rob hefur síðan unnið ýmis verkefni en fremst þeirra tengist Sochi í Sovétríkjunum og hefur skapað honum stöðu meðal helstu ljósmyndara heimsins.

Inga Lára Baldvinsdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica