Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Ljós á gröfum
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Borg framliðinna”

DESEMBER 2018

1.12.2018

Ljósmyndari Hjálmar R. Bárðarson.

HRB1-1973-284

Myndin sýnir Fossvogskirkjugarð um jólin 1973. Garðurinn er allur upplýstur og stafar birtan frá ljósakrossum, sem tengdir eru við rafmagn, og ennfremur frá útikertum. Þegar hér er komið sögu höfðu grafir í garðinum verið upplýstar um jólin í um 30 ár, í fyrstu aðeins í litlum mæli en fór vaxandi þegar fram í sótti. Fyrstu ljósgjafarnir voru olíuluktir og litaðar ljósaperur, seríur, sem tengdar voru við rafgeyma úr bílum. Venjuleg kerti (innikerti) voru einnig notuð þegar veður leyfði. Seríurnar voru settar á jólatré sem reist voru á leiðunum en einnig á lifandi tré og trjálausar grafir.  

Um 1950 hafi mjög farið í vöxt að lýsa upp grafir í Fossvogi og má segja að þessi siður hafi þá fest sig í sessi á höfuðborgarsvæðinu. Kerfisbundin lýsing grafa með tengingu við rafveitukerfið hófst árið 1955 og olli hún straumhvörfum í útbreiðslu siðarins og dreifðist hann þaðan um allt land, í fyrstu einkum í þéttbýli. Í samtímalýsingu af þessari fyrstu jólaraflýsingu með tengingu við orkukerfið segir: Kirkjugarðurinn var eins og svolítil borg framliðinna, upplýst í vetrarmyrkrinu, þar sem gamlar minningar lifa.

Ljósakrossar eru langalgengasta lýsingin á gröfum í dag og hafa verið það lengi. Þeir eru séríslenskt fyrirbæri og hafa náð gríðarlegri útbreiðslu um land allt. Tréljósakrossar komu til sögu með rafvæðingunni sem og járnkrossar en framleiðsla á ljósakrossum úr plasti hófst um 1970 og hafa þeir að mestu leyst krossa úr öðrum efnum af hólmi. Útikerti hafa verið algeng frá um 1974 og hefur notkun þeirra sennilega byrjað í Reykjavík. 

Ljósin eru langmest látin loga um jól og áramót en það var aðeins gert á aðfangadag í fyrstu. Þegar fram í sótti voru þau ennfremur tendruð á afmælis-, dánar- og giftingardögum hinna látnu, allraheilagramessu og fleiri dögum. Elstu dæmi um lýsingu á gröfum hér á landi eru frá fjórða áratug 20. aldar á Ísafirði, Raufarhöfn og Hafnarfirði, en höfðu ekki áhrif á útbreiðslu siðarins á sama hátt og Reykjavík.

Ljósin á gröfum eru gott dæmi um sið sem borist hefur hingað frá útlöndum, sennilega Danmörku, og náð fótfestu á tiltakanlega skömmum tíma. Siðurinn á uppruna sinn í kaþólskum löndum Evrópu þar sem hann hefur verið ástundaður a.m.k. frá því á miðöldum en þekkist einnig í Ameríku. Hann hefur einnig fengið mikla útbreiðslu meðal lútherskra Evrópuþjóða frá því í byrjun 20. aldar. Í þessum löndum hafa eingöngu verið notuð lifandi ljós nema í stærri borgum á Ítalíu. Inntak siðarins er að gefa eftirlifendum möguleika á að minnast hinna látnu og sýna í verki að eftir þeim sé munað. Hann gegnir jafnframt því hlutverki að skapa tækifæri til að láta í ljós tilfinningar um sorg og missi og deila þeim með öðrum, sem auðveldar fólki oft að takast á við þær.

Ágúst Ólafur Georgsson

 

Heimild: Ágúst Ólafur Georgsson, Ljósin á gröfunum (handrit).


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica