Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Hrímuð nærmynd
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Hrímuð nærmynd

NÓVEMBER 2019

2.11.2019

Ljósmyndari Kristinn Sigurjónsson KS2-16

Þessi ljósmynd Kristins Sigurjónssonar (1923-1993) er í hópi frummynda sem Kristinn vann sjálfur og gefnar voru til Þjóðminjasafns Íslands af afkomendum hans. Myndefnið er vetrarlandslag í nærmynd: Hrímaður gróður, sem vegna nálægðar vélar við myndefni verður fyrst og fremst leikur að formum. Það að myndin sé svarthvít skerpir enn frekar á þeim leik. Formrænt er myndin í ákveðnum samhljómi við það sem framsæknir íslenskir listmálarar voru að gera á svipuðum tíma. Þar er átt við hina svokölluðu ljóðrænu abstraksjón sem þá var ofarlega á baugi en listamenn eins og Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir unnu mörg verk í þeim anda. Segja má að áferðin í myndinni færi hana út að landamærum prentvinnslu og ljósmyndatækni en Kristinn var prentari að mennt, fyrsti offsetljósmyndari landsins. Hann stofnaði offsetprentsmiðjuna Litbrá árið 1954 ásamt Rafni Hafnfjörð.

Þeir Rafn voru hluti félaga sem nefndu sig Litla ljósmyndaklúbbinn en til hans var stofnað árið 1953. Óttar Kjartansson (sjá ljósm. mán. mars 2016) var frumkvöðull að stofnun hans og gaf verk klúbbsins til Þjóðminjasafns Íslands árið 1998. Kunningjar hans, Guðjón B. Jónsson, Gunnar Pétursson, Magnús Daníelsson og Þorsteinn Ásgeirsson urðu hluti af hópnum ásamt Kristni Sigurjónssyni og Rafni Hafnfjörð. Árið 1959 bættist svo Guðmundur W. Vilhjálmsson í hópinn.

Vaxtarbrodd listrænnar ljósmyndunar á Íslandi á árunum 1950-1970 var einkum að finna meðal áhugaljósmyndara. Fljótlega eftir 1950 hófu áhugasamir menn að stofna ljósmyndaklúbba og -félög, aðallega þó í Reykjavík. Einn af þessum ljósmyndaklúbbum og sá elsti þeirra var Litli ljósmyndaklúbburinn. Hann starfaði með listrænan metnað í huga og unnu félagsmenn margbreytileg skipulögð ljósmyndaverkefni. (Sjá http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1661766.) Hópurinn hélt eina sýningu á verkum sínum í Bogasal árið 1961 og þótti hún marka tímamót í íslenskri ljósmyndasögu en þarna gat m.a. að líta abstrakt myndefni. Kristinn Sigurjónsson, Rafn Hafnfjörð og Gunnar Pétursson voru þeir félagar sem hvað lengst gengu í þá átt.

Guðrún Harðardóttir

Heimildir:

Guðrún Harðardóttir, Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970. (Rannsóknarskýrslur Þjóðminjasafns III), Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 1999.

http://prentsogusetur.is/litbra-1954-2005/

sarpur.is


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica