Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Stereóskópljósmyndun- ljósm. Magnús Ólafsson
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Hugurinn ber mig hálfa leið – um stereóskópljósmyndun

JÚLÍ 2019

1.7.2019

Ljósmyndari: Magnús Ólafsson

Lpr-3068

Skömmu eftir að ljósmyndin kom fram á sjónarsviðið var farið að leita leiða til að ná fram dýpt í ljósmyndum; menn létu sér ekki nægja hina tvívíðu skrásetningu augnabliksins heldur vildu ná fram þeirri upplifun að sá sem horfði á myndina fyndist hann vera kominn á staðinn; verða hluti af stað og stund. Kenningar um að dýptarskynjun framkallaðist með samvinnu beggja augna lögðu grunninn að nýrri ljósmyndatækni sem kom fram á sjónarsviðið í kringum 1840 og kölluð var stereoscopy eða stereóskópljósmyndun eins og hún er jafnan nefnd í daglegu tali. Til að taka slíkar myndir var í fyrstu notast við tvær myndavélar sem látnar voru standa hlið við hlið með ca 10-20 cm millibili, en síðar komu til sögunnar myndavélar með tveimur linsum. Teknar eru tvær ljósmyndir á sama augnabliki en vegna fjarlægðarinnar milli linsanna eru myndirnar ekki nákvæmlega eins, rétt eins og skynjun mannsaugans.1 Þessar tvær myndir eru svo límdar á spjald hlið við hlið.

Hægt er að kalla fram eiginleika stereskópmynda með berum augum en það krefst þó nokkurrar þjálfunar. Það olli því straumhvörfum þegar sérstakur stereóskópkíkir var kynntur til leiks og með honum hófst blómaskeið stereóskópljósmyndunar. Á heimssýningunni í London 1851 vakti þessi nýjung mikla athygli, þúsundir manna upplifðu nýjan heim í gegnum linsur kíkisins og um leið varð til ný söluvara og jafnframt afþreying fyrir borgarastéttirnar.2

Stereóskópkíkir af gerðinni Holmes

Í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni eru varðveittar um 1.444 stereóskópmyndir. Langflestar myndanna eru teknar á Íslandi af íslenskum ljósmyndurum en í safninu má einnig finna myndir eftir erlenda ljósmyndara og endurspegla þær hlutverk stereóskópmynda sem söguspegils og landkynningar.



Stereóskópkíkir af gerðinni Holmes.

Ljósmynd Magnúsar Ólafssonar sýnir ferjustað við Hvítá í Borgarfirði. Myndin er snotur og hefur yfir sér blæ rómantískrar sveitasælu; á árbakkanum standa þrjú börn sem snúa baki í ljósmyndarann, tvær stúlkur og einn drengur, og hjá þeim liggja hnakkar og reiðtýgi. Til vinstri liggur ferjubáturinn við stórgrýttan árbakkann og hjá honum situr karlmaður sem horfir út á ánna, ef til vill til að fylgjast með tveimur hestum sem sjást synda í ánni. Ekki er ólíklegt að hópurinn sé nýkominn á fast land en einnig gætu þau beðið þess að hefja ferðalagið. Þess er ekki getið í skráningu myndarinnar hvaða ár hún er tekin en miðað við klæðnað barnanna má áætla að það sé einhverstaðar á tímabilinu 1905 til 1915. Ekki eru margar myndir frá ferjustöðum til í Ljósmyndasafni Íslands og eykur það gildi myndar Magnúsar sem heimildar um fyrri tíma ferðamáta, tíðaranda og stemningu.

Stereóskópmynd Magnúsar er gott dæmi um frágang og eiginleika stereóskópmynda. Myndirnar tvær eru límdar hlið við hlið á spjald sem merkt er Magnúsi lóðrétt á báðum endum og er spjaldið í staðlaðri stærð. Í fljótu bragði virðast myndirnar nákvæmlega eins en ef vel er gáð kemur í ljós hið ólíka sjónarhorn sem framkallar þrívíddareiginleikann þegar horft er á myndina í gegnum stereóskópkíki. Bygging myndarinnar er jafnframt vel til þess fallin að ná fram góðri dýpt og þrívídd þegar myndin er skoðuð, þar sem börnin standa fremst á myndinni en karlinn og báturinn eru fjær, ásamt því að stóru grjóthnullungarnir mynda dýpt frá forgrunni myndarinnar inn á hana miðja.

Magnús Ólafsson var afkastamestur íslenskra ljósmyndara í gerð stereóskópmynda á þessum tíma. Hann fór markvisst um landið til að taka myndir í þeim tilgangi að veita landsmönnum og útlendingum tækifæri til að kynnast náttúru landsins og taldi að „fátt sé betur fallið til að glæða föðurlandsást vor Íslendinga, en það, að almenningur eigi kost á að kynnast hinni afar fjölbreyttu náttúrufegurð landsins. Hitt er og auðsætt, að því meiri þekkingu sem útlendingar fá um náttúrufegurð lansdins, því meir eykst ferðamannastraumurinn inn í landið.“3 Ef við lítum aftur á mynd Magnúsar má sjá að fyrir neðan hægri hlutann er textaborði sem á stendur „628. Ferjustaður á Hvítá í Borgarf.” Textinn vísar í ljósmyndaverðskrá sem Magnús gaf út og inniheldur 458 myndanúmer, en myndunum er skipt í flokka eftir viðfangsefnum og hefur hver mynd sitt númer.

Úr ljósmyndaskrá Magnúsar Ólafssonar

Skrár eins og þessi voru gefnar út af ljósmyndurum um allan heim sem jók á útbreiðslu og aðgengi að stereóskópmyndum en alþjóðlegur markaður og klúbbar þar sem fólk skiptist á myndum urðu til víðsvegar um Evrópu og Ameríku.4 Með því að eignast eða hafa aðgang að stereóskópmyndum frá fjölbreyttum stöðum og viðburðum gat áhorfandinn ferðast víðsvegar um heiminn án þess að yfirgefa sínar heimaslóðir með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Magnús Ólafsson og fleiri íslenskir ljósmyndarar sem nýttu stereóskóptæknina hafa því lagt íslenskri landkynningu lið með sínu næma auga fyrir landslagi og áhugaverðum viðfangsefnum. Í stereóskópmyndum liggja einnig mikilvægar heimildir um liðna tíma, en með þrívíddartækninni getur áhorfandinn oft kafað dýpra inn í myndefnið og séð þar spretta upp ýmislegt sem ef til vill væri síður greinilegt á hefðbundinni ljósmynd. Myndirnar eru því ríkuleg uppspretta fyrir sagnfræðinga, þjóðfræðinga, mannfræðinga eða hverja þá sem láta sig fortíðina varða.

Með tilkomu póstkorta og ekki síður kvikmyndatækninnar taka vinsældir steróskópmynda að dofna og heimsbyggðin byrjar að ferðast og lifa sig inn í viðburði og aðstæður með öðrum hætti. Töfrar stereóskópmyndanna eru þó áfram til staðar og halda áfram að heilla þá sem á horfa.

                                                                  Sigurlaug Jóna Hannesdóttir


Úr ljósmyndaskrá Magnúsar Ólafssonar.

 

 


1) Pierre-Marc Richard: „Life in three dimensions“, A new history of Photography. Köln 1998, bls. 177-178.
2) Inga Lára Baldvinsdóttir: „Stereóskópmyndir á Íslandi“, Árbók hins íslenska fornleifafélags 1994, bls. 61-62, og Pierre-Marc Richard: „Life in three dimensions“, A new history of Photography. Köln 1998, bls. 177-178.
3) Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar. Reykjavík 2000, bls. 26-27.
4) Pierre-Marc Richard: „Life in three dimensions“, A new history of Photography. Köln 1998, bls. 179-181.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica