Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • 1.2.2021-Ljosmynd-Lifstakturinn-i-Grafarholti-SKE-0300
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Lífstakturinn í Grafarholti

FEBRÚAR 2021

31.1.2021

Ljósmyndari: Sigurður Kristinn Eyvindsson

SKE 330

Heimilisfólk er samankomið í stofu og vinnur tóvinnu, konur prjóna og spinna og maður kembir ull. Við sjáum iðnar hendur, einbeitingu, hnýtt ullarsjöl um herðar, skotthúfa á kolli, fléttað hár, spunarokka, kembulár á gólfi og hreyfinguna við kembinguna. Birtan kemur frá olíulampa og hægt er að skynja ákveðna ró í andartakinu. Kona teygir ullarband í bakgrunni sem undirstrikar þráðinn í myndinni allri. Þó sviðsmyndin minni á andrúm baðstofu torfbæja þá er þetta heimililíf í steinhúsi. Við erum stödd í ríki Kristrúnar Eyjólfsdóttur, húsmóður í Grafarholti í Mosfellssveit. Hún situr við rokkinn aftast, öldruð kona. Björn eiginmaður Kristrúnar kembir ullina og tvær af dætrum þeirra þekkjast á myndinni, Guðrún sem situr aftarlega til vinstri og Þórunn Ástríður við hlið móður sinnar. Drengurinn litli sem virðist lauma sér inná myndina er Guðmundur Elliðason fóstursonur þeirra hjóna.1

Heimilið var fjölmennt þegar myndin er tekin um 1920 og fatnaður fólks var ennþá að mestu unninn heima. „Kristrún var iðjukona hin mesta og kappsöm að því skapi“ segir í eftirmælum um hana. Sjónum var beint að ullarvinnu og segir: „..hef jeg enga konu sjeð eins afkastamikla við ullarvinnu. Meðan börnin voru í ómegð, mun hún sjálf hafa saumað flest, sem heimilið þurfti með, og á síðari árum spann hún í alt, sem þurfti til handa og fóta og nærfata, handa mörgu fólki, mest úr heimatættri ull.“ Ullin og rokkurinn var greinilega órjúfanlegur hluti af lífi Kristrúnar en hugur hennar hvarflaði líka annað og alla ævi las hún mikið og var sískrifandi. Sagt var að við lestur eyddi hún „… til þess óvanalega stuttum tíma, því að hún hafði tamið sjer að lesa með prjónum, tvinningu og jafnvel spuna, væri bandið ekki mjög fínt, og gekk hvorutveggja fullum fetum, verk og lestur.“2

Kristrún Eyjólfsdóttir (1856-1935) var frá Stuðlum í Reyðarfirði. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík 23 ára gömul og ferðaðist meira að segja til Danmerkur til að mennta sig frekar. Hún hefur verið titluð bóndi og hómópati.3 Hún og Björn Bjarnarson (1856 -1951) eiginmaður hennar fluttust að Grafarholti 18984 og steinhúsið reis árið 1907. Heimili þeirra var mikið menningarheimili og heimilisbragurinn einkenndist af höfðingslund, góðum siðum og glaðværð. Þau hjónin áttu sjö börn og tóku nokkur í fóstur. Sjálfur ljósmyndarinn Sigurður Kristinn Eyvindsson (1900 – 1987) kom 11 ára gamall í fóstur til þeirra hjóna þegar faðir hans féll frá. Fyrir var hálfbróðir hans Pétur en húsfaðirinn Björn var föðurbróðir þeirra.5

Ljósmyndun hefur greinilega heillað Sigurð þegar hann fullorðnast því eftir hann liggur lítið en eftirtektarvert safn ljósmynd frá fyrri hluta 20. aldar. Hann myndaði heimilislífið í Grafarholti sjáanlega af mikilli ástúð og eljusemi. Það var ekki einfalt verk í þá daga að festa á filmu athafnir innan dyra. Hann lagði sig fram um að fanga fegurð hverdagslífsins og mynd hans af fjölskyldunni að vinna ullina er ein slíkra mynda. Sú tilfinning loðir við myndina að lífstaktur aldarinnar þar á undan hafi fylgt heimilisfólkinu í Grafarholti. Þar sem vinna og samvera rann í eitt og nálægð fólks í híbýlum sínum hafi verið sjálfsögð. Líklegast hafa stundir sem slíkar verið hverfandi örfáum árum seinna.

Linda Ásdísardóttir

 


1) Fullt nafn hans er Guðmundur Elliðason Norðdahl. Samkvæmt manntali 1920 er Guðmundur skráður blindur og í grein um heimilisfólkið https://timarit.is/files/13183386 er hann nefndur „drengurinn með hvíta hárið“. Hann varð háaldraður.

2) Óðinn, 1.1.1936, 32. árg., tbl. 1.-12., s. 58-59 https://timarit.is/page/2293645

3) Morgunblaðið, 13.1.1980, 67. árg., tbl. 10, s. 33. https://timarit.is/page/1522123

4) Samvinnan, 1.3.1931, 25. árg., tbl. 1.-2., s. 1. https://timarit.is/page/4280493

5) Morgunblaðið, 13.1.1980, 67. árg., tbl. 10, s. 33. https://timarit.is/page/1522123


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica