Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Juli-im-53-9_1530283821095
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Upphafspunktur byggðar í Reykjavík

JÚLÍ 2018

1.7.2018

IM-53-9

Svæðið sem hér er myndað er líklega eitt það mikilvægasta í sögu landsins og þjóðarinnar. Hér er sjálfur upphafspunktur byggðar í Reykjavík og landnámsins þótt þess sjáist engin merki á yfirborðinu. Á tökutíma myndarinnar árið 1962 var sú spurning heldur ekki mjög áberandi í umræðunni, það voru frekar sögustaðir víða um land þar sem ummerki og minjar voru frekar sýnileg sem áttu athygli manna. Yfirbragð elsta hluta bæjarins eins og hann var stóran hluta 20. aldar sést hér vel, götur og gangstéttar voru í afar misjöfnu ástandi og skipulag allt virkaði frekar tilviljanakennt og órökrétt. Á móti kom að þetta var umhverfi sem hentaði flestum býsna vel og stuðlaði að því að hér þrifist fjölbreytt mannlíf. Þjónusta af ýmsu tagi var yfirleitt við hendina og þurfti ekki að leggja á sig langt ferðalag til að sinna flestum þörfum hvers og eins.  Á þessum litla bletti í hjarta borgarinnar mátti meðal annars finna bílasölu, tvær rakarastofur hlið  við hlið og radió-vinnustofu. Á planinu við bílasöluna má sjá sýnishorn af ökutækjum bæjarbúa; af gerðinni Skoda, Moskovitsj og Willys Overland. Ofar í brekkunni sér í digrari bílategundir af bandarískri gerð.

Í forgrunninum er frekar kræklótt og skávaxið tré líklega úr garði Schierbecks landlæknis sem var frumkvöðull í ræktunarstarfi á Íslandi en gæti hafa vaxið í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti, síðar Bæjarfógetagarðinum, sem þarna var og er nú orðið kallaður Víkurgarður, tréð gæti hafa staðið í NV-horni hans.

Stúlkurnar fjórar eru klæddar í tískufatnað þess tíma, sú fremsta í íslenskri lopapeysu með munstri sem var tiltölulega nýtt fyrirbæri á þessum tíma. Þær ganga meðfram Aðalstrætinu í norður og gatan eða malarslóðinn upp brekkuna til hægri er Grjótagata og dregur hún nafnið af smábýlinu Grjóta líkt og bæjarhlutinn Grjótaþorp sem sér upp til þarna. Sum þessara húsa standa enn óbreytt en frá þessum sjónarhóli er umhverfið nánast óþekkjanlegt.

 Þorvaldur Böðvarsson


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica