Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Verslunarmiðstöðin Vesturver
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Vísir að verslunarmiðstöðvum í Reykjavík

JÚNÍ 2017

1.6.2017

Ljósmyndari Björn Björnsson. BB1-3813.

Á aðventunni 1955 var verslunarmiðstöðin Vesturver opnuð á þremur hæðum við Aðalstræti 6, svokölluðu Morgunblaðshúsi, í Reykjavík. Þar voru undir sama þaki eftirtaldar níu verslanir: Bókabúð Lárusar Blöndal, Herrabúðin, Skartgripaverslun Árna B. Björnssonar, Blómabúðin Rósin, Sælgætis- og tóbaksverslunin ABC, Fálkinn, Rafha, Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur og kjólabúðin Bezt. Mikið var í verslunarmiðstöðina lagt. Íslenskir arkitektar, híbýlafræðingur og listmálari sáu um ásjónuna innandyra sem var með nútímalegum blæ. Hátalarakerfi var til staðar sem spilaði tónlist og kom tilkynningum til viðskiptavina.[1] Á myndinni má sjá fólk á ferli í og við framhlið verslunarhúsnæðisins og með útstillingarglugga, sem ná yfir alla framhlið hússins. Það var nýtt miðað við það sem áður þekktist, þegar verslunargluggar voru minni og afmarkðari. Á efri hæðinni lengst til vinstri sjást raftæki frá Rafha. Í næsta glugga er kjóll, væntanlega frá kjólabúðinni Bezt. Ofan við innganginn er útstillingargluggi frá Fálkanum. Húsið er merkt með heiti verslunarmiðstöðvarinnar á stórum ljósastöfum.

Vesturver var í rauninni fyrsti vísir af verslunarmiðstöð á Íslandi. Í kjölfarið voru opnaðar fleiri verslunarmiðstöðvar um borgina þar sem hægt var að ganga á milli verslana innandyra. Miðstöðin Austurver var fyrst opnuð á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar í febrúar 1959[2], en í dag er miðstöð með sama heiti starfrækt við Háaleitisbraut. Sama ár í desember opnaði Kjörgarður við Laugaveg 59 með 14 verslunum.[3] Fyrsta rúllustiganum á Íslandi var síðan komið fyrir þar árið 1963.[4]

Glæsibær eða Álfheimastórhýsið, eins og það var nefnt í fyrstu, var tekið í notkun í desember 1970.[5] Þá verslunarmiðstöð byggðu þeir Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson, annars þekktir sem Silli og Valdi. Verslun þeirra í Glæsibæ þótti framúrstefnuleg, húsakynnin glæsileg og vöruúrvalið mikið. Þá var nýmæli í verslun þeirra að innkaupakerrur höfðu barnasæti[6], eins og við þekkjum svo vel í dag. Í gegnum tíðina hafa verslunarmiðstöðvar landsmanna stækkað og þykja þessar nefndar hér að ofan litlar miðað við það sem tíðkast í dag.

 Kristín Halla Baldvinsdóttir

 

 


[1] Morgunblaðið 6. desember 1955, bls. 16.
[2] Morgunblaðið 7. febrúar 1959, bls. 3.
[3] Tíminn 15. desember 1959, bls. 12.
[4] Morgunblaðið 16. maí 1963, bls. 2.
[5] Vísir 14. desember 1970, bls. 2.
[6] Frjáls verslun 1. Desember 1970, bls. 42-43.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica