Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Ljósm: Hörður Þórarinsson
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Að spegla sjálfan sig

FEBRÚAR 2017

1.2.2017

Ljósmyndari Hörður Þórarinsson. Lpr. 2004-56.

Leikið er með tvö sígild stef myndlistar, sjálfsmyndina og speglunina, í þessari vegamynd frá árinu 1957. Sjálfsmyndin byggir á langri hefð en nýjir möguleikar til að mála slíkar myndir opnuðust með þróun í speglagerð á 15. öld, er menn gátu betur greint útlit sitt. Með tilkomu ljósmyndavélarinnar opnuðust ólíkar leiðir til að taka sjálfsmyndir. Unnt var að taka mynd í spegli eða speglalíki, taka mynd með vélina innan seilingar eða setja vélina á þrífót eða aðra undirstöðu og taka myndina með tímastilli eða snúru sem fyrirsætan smellti sjálf af.

Sjálfsmynd Harðar Þórarinssonar hefur sérstöðu meðal eldri sjálfsmynda íslenskra ljósmyndara, sem flestar eru teknar á Ljós,. Hörður Þórarinssonljósmyndastofu með snúru. Hörður hefur hins vegar stillt sér upp við hlið félaga síns úti á þjóðvegi og tekur mynd af þeim þar sem mynd þeirra speglast í stuðara fólksbíls. Í baksýn er fjallgarður. Myndavélin krefst þess að Hörður horfi niður í gegnum skoðarann, sem var ofan á vélinni eins og tíðkaðist á mörgum vélum þess tíma, og því sjáum við aðeins kollinn á honum. Form stuðarans breytir lögun þeirra félaga þannig að þeir skreppa saman og verða næsta stuttir til klofsins.

Ef filman að þessari mynd er skoðuð (til hægri hér að ofan) kemur í ljós að þegar myndin hefur verið framkölluð hefur hún aðeins verið gerð eftir litlum hluta af sjálfri filmunni. Myndhluti hefur verið klipptur út og framkallaður á pappír til að styrkja myndbygginguna og stækka speglaða mynd þeirra félaga. Myndsköpunin við gerð þessarar myndar, rétt eins og fjölmargra annarra, lá því ekki aðeins í myndatökunni sjálfri heldur einnig í myndskurðinum inni í myrkraherberginu, þegar myndin var framkölluð á pappír.

Ljósmyndarinn Hörður Þórarinsson starfaði sem rakari og var virkur í félagsstarfi áhugaljósmyndara á sjötta áratug síðustu aldar bæði innan Ljósmyndafélags Reykjavíkur og síðar ljósmyndaklúbbsins Ergar. Hörður tók þátt í samsýningum á vegum Ljósmyndafélags Reykjavíkur og síðar Félags áhugaljósmyndara á árunum 1954 til 1958. Myndir hans rötuðu einnig á sýningar erlendis með myndum annarra íslenskra áhugamanna. Þessi mynd er dæmi þess en álímdur miði á bakhlið hennar sýnir að þetta eintak myndarinnar hefur verið sýnt hjá Félagi áhugaljósmyndara í Sviss árið 1957.

Áratug eftir að þessi mynd var tekin mátti sjá margvíslegar útfærslur speglunar í verkum íslenskra myndlistarmanna og fór þar líklega fremstur Hringur Jóhannesson.[1] Okkar samtíma gæti því hætt til að vanmeta frumleika þessarar sextíu ára gömlu ljósmyndar Harðar, en hugkvæm nálgun hans á viðfangsefnið skapar myndinni sérstöðu og má nærri geta hve nýstárleg hún hefur verið á sinni tíð.

Inga Lára Baldvinsdóttir

 [1] Sjá Aðalsteinn Ingólfsson. Hringur Jóhannesson. Reykjavík 1989, s. 44-50.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica