Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Horft að ofan
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Horft að ofan

MARS 2017

1.3.2017

Ljósmyndari Graf Zeppelin. Lpr.- 2013-470-3.

Margir geta kallað fram í huga sér ljósmynd af loftfarinu Graf Zeppelin á flugi yfir Reykjavík í ferðum þess til Íslands á árunum 1930 og 1931, enda margar ljósmyndir slíkar til. Flugfarið vakti eðlilega athygli fólks hvar sem það fór um heiminn. Það var því spennandi myndefni fyrir þá Reykvíkinga sem höfðu yfir myndavélum að ráða að fanga það á filmu þar sem það sveif yfir höfðum þeirra. Hinar raunsönnu myndir af því dugðu samt ekki öllum. Til að gera myndir af því enn tígulegri klipptu menn því saman myndir af loftfarinu og skelltu þvert yfir helgistaði landsmanna, Alþingishúsið og Öxarárfoss, og gáfu út á póstkortum.

Færri sögum fer af sýn þeirra sem voru um borð í sjálfu loftfarinu. Ljósmyndir voru teknar úr loftfarinu sjálfu niður til jarðar á ferð þess frá suðausturhorni landsins til Reykjavíkur og aftur til baka. Sex slíkar myndir eru varðveittar í safninu. Þær bárust með filmu- og myndasafni þýska ljósmyndarans Dorians Heering, en hann hafði aflað þeirra til að birta í bók sinni Das Unbekannte Island árið 1935. Ein myndin sýnir Vestra-Horn, tvær skriðjökla í Vatnajökli og sandana framundan þeim, ein Krísuvík og hverasvæðið þar og loks tvær úr vesturbæ Reykjavíkur og hafnarsvæðið. Svar við spurningunni um hvort fleiri myndir hefðu verið teknar í ferðum loftfarsins yfir Íslandi fékkst frá safni helguðu Zeppelin loftförum í Friedrichshafen í Þýskalandi, en í því eru varðveittar 23 myndir frá Íslandi. Flestar þeirra eru með svipuðu myndefni og þær sem hér eru varðveittar utan hvað myndir af ströndinni við Dyrhólaey og nokkrar af Berufirði bætast við.[1] Fjöldi mynda af Berufirði er til vitnis um að fyrsta landsýn af Íslandi ofan úr loftfarinu hefur vakið athygli.

Þó mikið nýmæli væri að myndunum úr Zeppelin voru þetta ekki fyrstu loftmyndir sem teknar voru hér á landi. Tveir íslenskir ljósmyndarar höfðu nýtt tækifærið þegar fyrstu flugvélarnar komu til Reykjavíkur og fengið að mynda bæinn úr lofti. Magnús Ólafsson flaug strax yfir Reykjavík með fyrstu flugvélinni sem hingað kom árið 1919 og gaf mynd tekna „úr loftlínu“ út á póstkorti. Hann fylgdi þeirri útgáfu eftir með nýjum póstkortum af bænum ári síðar, sem hann tók úr ferðum með sömu vél. Loftur Guðmundsson ljósmyndari tók einnig kerfisbundið loftmyndir af hinum ýmsu hverfum bæjarins á árunum 1928-30 og er úrval varðveitt af þeim myndum hans.

Um borð í Zeppelin loftfarinu voru starfsmenn þess en líka farþegar. Í frásögnum af heimsóknum loftfarsins eru lýsingar á því hvernig þeim hafi litist á landið. „Stórhrifnir voru farþegar á Zeppelin af íslenskri landsýn, eftir því sem skeyti hermir, er loftskeytastöðinni hjer barst frá loftfarinu skömmu eftir að það fór hjeðan.“[2] Sumir heimamenn urðu nokkuð uppnumdir í lýsingum sínum á fegurð landsins eins og hún hlyti að hafa blasað við farþegunum: „Engu síður hlýtur það að hafa verið fögur og eftirminnileg sjón fyrir farþegana er með skipinu voru að horfa á Fjallkonuna í sínum fegurstu skrautklæðum, að sjá jökultindana, heiðbláu fjöllin, iðgræn tún og silfurgljáandi fljót og fossa, sem liðast í gegnum landið og leita út í spegilsléttan hafflötinn.“[3]

Loftmyndir veita okkur nýja og aðra sýn á lönd og náttúru, landfræðilegt samhengi og legu. Minna okkur á hve stærðir eru afstæðar eftir því hvaða sjónarhorni er beitt. Syrpa myndanna úr Zeppelin leiðöngrunum er til vitnis um það.

Inga Lára Baldvinsdóttir

 

 


[1] Samkvæmt tölvupósti frá Sabine Betzler-Hawlitschek sérfræðingi við Luftschiffbau-Zeppelin dags 25.1. 2017.
[2] Morgunblaðið 20. júlí 1930, s. 6.
[3] Heimdallur 25. júlí 1930, s. 3.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica