Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Það er bara til einn Elvis“

APRÍL 2017

31.3.2017

Ljósmyndari Haraldur Þorvarðarson. HÞ-132.

 Unglingaherbergi á Akranesi árið 1960 bar þess merki hver var þá helsta stjarna unglinga í vestræna heiminum. Það var sjálfur Elvis Presley, fyrsta stóra rokkstjarnan, oft kallaður konungur rokksins. Honum hafði skotið upp á stjörnuhimininn árið 1956 og hann heillaði marga, þó sérstaklega ungar stúlkur, upp úr skónum. Söngröddin en ekki síst takturinn og hvernig hann hristi sig og skók sló nýjan og ferskan tón í tónlistarheiminum.

Tilkoma unglinga sem sérstaks þjóðfélagshóps er 20. aldar fyrirbæri og hafði meðal annars í för með sér að unglingar sköpuðu sér eigin menningarheim. Þeir hlustuðu á sína eigin tónlist og klæddu sig með öðrum hætti en þeir fullorðnu. Sérstök tímarit voru gefin út fyrir þennan aldurshóp og sömuleiðis voru gerðar kvikmyndir sem höfðuðu sérstaklega til hans. Hér unnu saman þörf unglinga til að marka sér sérstöðu og máttur markaðsaflanna til að spila með ýmsum hætti á nýjungagirni unglinga og þörf þeirra til að falla inn í sinn hóp.

Það gefst ekki oft innsýn í herbergi unglinga, fullorðnir eiga ekki alltaf greiðan aðgang þar inn og alls ekki til að taka myndir af þeirri veröld sem unglingarnir eru að skapa sér í mótun á sinni eigin sjálfsmynd. Það gerir sýnina í unglingaherbergið á Akranesi áhugaverðari. Þar blasir við að myndir af Elvis úr blöðum og tímaritum hafa verið klipptar út og límdar upp á veggina. Sambærileg dæmi af upplímdum úrklippum af kvikmyndaleikurum og öðrum stórstjörnum á veggjum þekkjast á ljósmyndum frá vinnustöðum bæði til lands og sjávar.[1]

Herbergiseigandinn, Þorgerður Haraldsdóttir, og vinkona hennar, Emilía Ólafsdóttir, hafa stillt sér upp framan við fjölbreyttar myndir af stjörnunni. Ljósmyndin er ein sex mynda af þeim stöllum framan við vegginn. Aðspurð um myndina segist  Þorgerður hafa verið og vera mikill Elvis aðdáandi og hún þoli ekki Elvis eftirhermur. Eins og hún segir réttilega:  „Það er bara til einn Elvis.“[2]

 Inga Lára Baldvinsdóttir

 

 


[1] Sigurður Guðmundsson tók ljósmynd af konum að störfum í efnagerð í Reykjavík um 1950 þar sem myndir af kvikmyndastjörnum úr blöðum prýða veggi (SÍS- 2079)og Guðni Þórðarson tók ljósmynd í lúkarnum um borð í Sigrúnu AK 71 á árunum 1950-52 þar sem myndir af kvikmyndastjörnum og konum á sundbolum eru á veggjum (Lpr-1998-7).

[2] Tölvupóstur frá Þorgerði Haraldsdóttur 1. febrúar 2017.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica