Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Ad-syngja-inn-jolin-desember-2020_T-RE-298-r-6-fr-4
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Að syngja inn jólin

DESEMBER 2020

30.11.2020

Ljósmyndari: Runólfur Elentínusson

T2_RE-298

Fimm frægustu sönglagakonur Íslendinga um 1960 syngja hér saman í útvarpssal Ríkisútvarpsins. Á myndinni má sjá frá vinstri söngkonurnar Berthu Biering, Sigrúnu Jónsdóttur, Ellý Vilhjálmsdóttur, Helenu Eyjólfsdóttur og Önnu Vilhjálmsdóttur1. Þær eru þarna að syngja bakraddir fyrir plötu Hljómsveitar Svavars Gests sem hlaut heitið Fjögur jólalög. Á plötunni var söngvurunum Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni telft fram sem stjörnunum. Meðal annars með því að láta mynd af þeim tveimur sitjandi á gólfi við jólatré prýða plötuumslagið.

Jólalögin hafa löngum verið samofin jólahaldi þjóðarinnar. Íslenskar jólaplötur eru samt ekki gamalt fyrirbæri. Sú fyrsta var gefin út árið 1954 með tveimur lögum í flutningi Ingibjargar Þorbergs. Þá komu tvær plötur út árið 1964. Það voru jólaplata Hauks Morthens Hátíð í Bæ og jólaplata Hljómsveitar Svavars Gests með fjórum lögum.2

Hljómplatan var tekin upp í útvarpssal Ríkisútvarpsins. Hún þótti tíðindum sæta og í umfjöllun í tímaritinu Fálkanum í nóvember 1964 er ferlinu við upptökurnar og framleiðslu plötunnar lýst. Þar er sagt hversu langur tími fór í upptöku plötunnar, fjórir og hálfur klukkutími af upptöku, sem síðan varð að 12 mínútna spilun á plötu. Þá eru nefndir þeir hljóðfæraleikarar og söngvarar sem komu að gerð plötunnar. Eins og heiti plötunnar gefur til kynna voru á henni fjögur jólalög. Segja má að þau hafi öll lifað áfram með þjóðinni og seinna meir verið gerð í ólíkum útgáfum með öðrum flytjendum. Lögin voru Hvít jól, Jólasveinninn minn, Jólin allsstaðar og Litli trommuleikarinn.

Útvarpið og seinna sjónvarpið hafa átt sinn stóra þátt í að gera þessi jólalög að föstum hluta hátíðarinnar. Lögin í mörgum ólíkum útgáfum hafa þannig orðið einn af samnefnurum okkar allra í jólahaldinu. Raddir söngvaranna Berthu, Sigrúnar, Ellý, Helenu og Önnu áttu sinn þátt í að skapa þann samhljóm þegar þær sungu inn jólin okkar fyrir meira en hálfri öld síðan.

Kristín Halla Baldvinsdóttir

 


1) Fálkinn 16.11.1964, bls. 25.
2) Morgunblaðið 27.11.2009, bls. 92.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica