Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Af hnallþórum og íslenskum húsmæðrum

September 2015

1.9.2015

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Ljósmynd Vilborg Harðardóttir (VH-56-30)

Ekki eru nema rúmlega 100 ár frá því að bakkelsi og kaffimeðlæti líkt því sem við þekkjum í dag fór að sjást á borðum landsmanna. Fram að þeim tíma hafði einkum verið um að ræða steikt brauð, sem er samheiti yfir bakkelsi sem steikt var í pottum upp úr feiti, eins og laufabrauð, kleinur og ástarpungar, eða það sem var bakað á pönnu eða pottbotnum líkt og lummur og pönnukökur. En með tækninýjungum eins og bökunarofnum, þeyturum og ísskápum koma nýjar sortir fram á sjónarsviðið og húsmæður landsins fara að baka smákökur, lagkökur og svampbotna. Svampbotnarnir héldu innreið sína á stríðsárunum og má rekja uppskriftina að botnunum til bæklings sem fylgdi Royal lyftidufti. Á stríðsárunum komu líka handknúnir þeytarar til sögunnar og um leið fara rjómatertur að ná meiri útbreiðslu því með handþeytaranum varð vinnan mun auðveldari, bæði hvað varðar rjómann og svampbotnana. Upp frá þessu fóru að sjást á borðum húsmæðra svokallaðar hnallþórur, en nafnið er dregið af sögupersónunni frk. Hnallþóru í bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli:

“Umbi: Sona margar kökur hef ég aldrei séð í einu. Hafið þér búið til allar þessar kökur? Konan: Hver annar sosum? Enda kallar það mig Hnallþóru hérna. Umbi: Sérkennilegt nafn. Frk. Hnallþóra: Ætli því hérna þyki ég ekki handfjatla hnallinn í mortélinu nokkuð frekt. […] Meðan frökenin var úti gat umboðsmaður biskups varla haft augun af stríðstertunum þrem útbelgdum af kruðiríi og voru samtals 60 cm í þvermál. Ég svitnaði dálítið á enninu. […] Frk. Hnallþóra: Má ekki skera biskupnum tertugeira? Umbi: Það er nú sosum alveg óþarfi. En hm, takk fyrir. Frk. Hnallþóra: Má ekki skera sinn geirann af hverri? Það stóð aldrei til að þetta færi í tjörubúðarhundana. Gesturinn sárbeiddi hana að skera ekki nema af einni, helst þessari með sykurskáninni, því hún var ekki eins blaut og hinar og vall ekki útúr henni eins mikið af saft og dósaávöxtum. Síðan skar hún mér geira sem var hæfilegur skamtur handa sjö manns og lét á kökudiskinn hjá mér.”

Eftir að rjómatertan nam land virðist ekki hafa verið aftur snúið því íslensk veisluborð hafa í gegnum tíðina jafnan svignað undan hverskyns tertum og kræsingum og engin talin almennileg húsmóðir nema hún gæti galdrað fram girnilegar og glæsilegar tertur skreyttar af listfengi og lagðar snyrtilega á veisluborðið, einn vettvang sköpunar kvenna. Kökur og tertur eru jafnframt hluti af félagslegum veruleika þar sem þær tengja fólk saman og eiga þátt í að skapa stemningu. Við veljum bakkelsið eftir því hvort við ætlum að halda veislu eða eiga notalega stund með fjölskyldunni og leggjum með því grunninn að upplifunum og minningum sem ef til vill eiga eftir að lifa með okkur alla ævi.

Myndin er tekin af blaðakonunni Vilborgu Harðardóttur er hún staldrar við á Laugum í Sælingsdal þar sem húsmæður eru staddar í orlofi og gæða sér á myndarlegum veitingum í júlí 1968. Líkt og hjá frk. Hnallþóru eru tertur á borðum, fjórar tegundir af rjómatertum og ekki verður betur séð en ávextir í dós komi þar við sögu í bland við rjómann. Einnig er boðið upp á hvíta fjórfalda tertu með sultu, sem jafnframt hefur verið kölluð randalín eða vínarterta, ásamt smákökum eins og vanillukrönsum og spesíum. Konurnar eru prúðbúnar þar sem þær skera sér hæfilegar sneiðar og færa á diska sína, búnar að njóta samveru og afslöppunar og e.t.v. deila nokkrum uppskriftum sín á milli. Skyldi hafa verið hringt í kaffi með bjöllunni sem sést glitta í fyrir framan dyragættina?

Sigurlaug Jóna Hannesdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica