Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Hvar er myndin tekin?

Október 2015

1.10.2015

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Ljósmynd Árni Thorsteinsson (Lpr. 05.08.2015)

Þegar myndir koma inn til safnsins fylgja staðsetning myndefnis og nöfn þeirra sem á myndinni eru sjaldnast með. Þá reynir á þekkingu starfsfólks. Dæmi um þetta er mynd Árna Thorsteinsonar sem barst til safnsins 5. ágúst síðastliðinn.

Fyrst er reynt að tímasetja myndina, en Árni Thorsteinsson, höfundur hennar, starfrækti ljósmyndastofu í Reykjavík á árunum 1897-1918. Svipaðar myndir frá honum eru aldurssettar um eða upp úr aldamótunum 1900. Má gera ráð fyrir því að hún sé tekin á árunum 1900 til 1905.

Til þess að átta sig á staðsetningu myndarinnar var fyrst horft á vatnsflötinn. Hann er spegilsléttur , engin fjara og bátur lauslega bundin. Það þótti allt benda til þess að ekki væri verið að horfa á sjó, heldur stöðuvatn eða tjörn.

Því næst er horft á húsin. Fremst á myndinni lengst til vinstri stendur hús á hlöðnum grunni. Næst kemur torfhús og það sem virðist vera yfirtyrft hey fyrir ofan það. Lítur út fyrir að maður standi þar upp á. Hús sést í fjarska milli torfhússins og þess sem virðist vera íbúðarhús. Lengst til hægri á myndinni sést síðan í þak á tiltölulega löngu húsi. Hlöðnu garðarnir sem liggja niður að vatninu vöktu athygli.

Fjallasýnin var skoðuð. Fyrsta hugrenning var að þetta væri Esjan frá efribyggðum borgarinnar. En svo reyndist ekki vera þegar að er gáð lengst til hægri. Þar hættir fjallið snarlega og aflíðandi minni hæð myndast.

Kenningar komu fram um að þetta gætu hugsanlega verið tjarnir á Álftanesi, jafnvel Elliðavatn eða suðausturhluti Reykjavíkurtjarnar. Síðasta tilgátan reyndist rétt. Þegar maður telur sig kominn á sporið fer fram leit að myndum eða lýsingum sem geta rennt stoðum undir kenninguna. Í þessu tilfelli er mjög takmarkað af myndum til af svæðinu. Gat verið að húsin lengst til hægri tilheyrðu býlinu Laufási, en hluti þeirra húsa standa enn í dag. Það var m.a. sannreynt með mynd frá Jóni Helgasyni af Laufási og umhverfi frá um 1910[1] og ljósmynd frá Pétri Brynjólfssyni (PBr1-30). Hægt er að leiða líkum að því að húsið sem stendur fremst á myndinni sé Laufásvegur 42, en það hús stendur enn í dag. Þá er húsið sem sést í fjarska milli torfhússins og Laufásbæjarins væntanlega Holtstaðir sem stóðu á lóð Bergstaðastrætis 62.[2]

Eftir að það kom í ljós var farið að fletta skráningarbókum frá Árna Thorsteinsyni. Kom í ljós að þrjár myndir nefndar þar gætu átt við þessa mynd. Það er mynd sem Árni kallar Tjarnarendi með bátnum, Laufás og Tjarnarendi, báðar þessar myndir voru teknar 24. apríl 1900. Síðan mynd tekin litlu síðar, líklega 1901, sem hann kallar Frá Tjörninni.

Á þessu má sjá að það getur verið talsverð rannsóknarvinna falin í því að greina eina ljósmynd frá óþekktum stað. En það að vita hvaðan eða af hverjum hún er getur skipt máli þegar fram í sækir þegar taka á einstaka staði eða einstaklinga fyrir í umfjöllun og óskað er eftir myndum af þeim. Þá er þekkingin til staðar, því auðvitað myndast þekking við það að flytja ljósmynd úr því að vera óþekkt í að vera fullgreind.

Kristín Halla Baldvinsdóttir


[1] Jón Helgason: Reykjavík 1786-1936, mynd nr. 78 í viðauka.

[2] Þorsteinn Jónsson: Reykvíkingar, bls. 528.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica