Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Krummi verður ei hvítur þó hann baði sig

Ágúst 2015

1.8.2015

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Ljósmynd Björn Björnsson (BB-án nrs)

Það er sumar á Austurlandi.Við okkur blasir ræktaður garður, stæðilegt birkitré, netgirðing á milli tréstaura og fleiri tré má sjá í fjarska. Krummi er í forgrunni á grasbletti að gæða sér á einhverju á milli fíflablaða. Kannski ormi, kannski stolnum bita. Myndin er titluð „Hrafn í Norðfirði“

Hrafninn, Corvus Corax, er heillandi fugl og öllum landsmönnum þekktur. Hann er stærsti spörfugl landsins af ætt hröfnunga og eini þeirrar ættar hér á landi. Krumminn er einn af einkennisfuglum landsins, er útsjónarsamur að bjarga sér er illa árar, er sterkbyggður og þróttmikill og með kröftugt fluglag svo auðvelt er að þekkja hann af flugi jafnvel í fjarska. Krummi er lunkinn að herma eftir hljóðum í umhverfi sínu, finnst gaman að leika sér og sagt er að hann þekki þá vel sem lauma að honum bita. Krunk hans er auðþekkt. Krummar sjást gjarnan tveir og tveir saman enda mjög trygglyndir við sinn maka. Hrafninn er staðfugl og velur gjarnan að dvelja nærri mannabústöðum. Þetta nábýli hans við manninn, stærð og háttarlag hans, sér í lagi það að stundum vill hann leggjast á fé, hefur að öllum líkindum valdið því að orðstír hans hefur beðið hnekki. Í vísum vill hann gjarnan éta unga eða hræ og hefur hann verið kallaður ýmsum nöfnum sem mörg endurspegla viðhorf landans til hans; blóðgagl, korpur, blóðorri,borginmóði, skrumnir, kramsi, krunki, nágagl, náskari, valkokkur, blóðvalur.

Fuglar eru skemmtilegt ljósmyndaefni og hefur fuglaljósmyndun náð miklum vinsældum á síðustu árum. Kannski er ein ástæðan sú að á góðum ljósmyndum má sjá greinilega hve mikil listasmíð náttúrunnar fuglar eru, augun eru skínandi björt og það stirnir á fjaðrir sem skipta litum þegar glöggt er skoðað. Sjaldan kemst maður í það návígi við fugla að þessi stórfenglegu smáatriði verða ljós. Til að verða leikinn í fuglaljósmyndun þarf mikla þolinmæði og á bakvið góða mynd er oft mörg biðstundin.

Björn Björnsson (1889-1977), ljósmyndari myndarinnar, var brautryðjandi í náttúru- og fuglaljósmyndum hér á landi. Björn i vann sem verslunarmaður og síðar kaupmaður á Norðfirði og á Egilsstöðum. Björn flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1946 og sinnti hann að mestu ljósmyndun og öðrum hugðarefnum sínum uppúr því. Björn hóf að taka myndir árið 1911 og var sjálflærður í þeim efnum og náði mikilli leikni á því sviði, sér í lagi í náttúruljósmyndum. Náði hann að ljósmynda flestalla varpfugla landsins og lagði hann mikið á sig til að ná því. Eftir honum var haft „…stundum hef ég þurft að vera yfir einu hreiðri allt upp í þrjár vikur.“[1] Hróður Björns fór víða og meðal annars átti hann forsíðuljósmynd á ameríska tímaritinu Time.

Og munum, að guð launar fyrir hrafninn.

Þóra Björk Ólafsdóttir

Heimildir:

Viljálmur Hjálmarsson (1998). Náttúruskoðari og myndasmiður. Um Björn Björnsson á Bakka. Í Múlaþingi, 1998, 25. bls. 43-56

Jóhann Óli Hilmarsson (2011). Íslenskur fuglavísir. Reykjavík : Mál og menning.


[1] Viljálmur Hjálmarsson (1998). Náttúruskoðari og myndasmiður. Um Björn Björnsson á Bakka. Í Múlaþingi, 1998, 25. bls. 50


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica