Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Mai-2020_GP3-1962-002-025_1588254902307
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Allir út á götuna“

MAÍ 2020

1.5.2020

Ljósmyndari Gunnar Pétursson
GP3-1962-002-025

Iðandi mannfjöldi og fánar á hreyfingu setja svip sinn á þessa ljósmynd frá árinu 1962 af útifundi í Reykjavík á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Veðrið leikur við fólk, það skín í hvíta skyrtuflipa kröfumanna, feður halda á börnum sínum, eldri konur með hatta standa á kantinum og það glittir í nokkra lúðrasveitarmenn og hljóðfæri þeirra. Íslenskir fánar í blandi við fána verkalýðsfélaga flæða yfir myndflötinn. Sjá má blóðrauða fána Múrarafélags Reykjavíkur og kröfufána togarasjómanna sem stóðu þá í harðri baráttu um kjör sín.

Myndin var tekin af Gunnari Péturssyni áhugaljósmyndara.1 Við myndatökuna hefur hann fært sig á hæð og beint myndavélinni niður á hátíðargesti. Til að ná áhrifaríkri hreyfingu í myndina hefur hann lengt lýsingartíma, minnkað ljósop og svo hreyft vélina meðan hann smellti af. Gunnar dregur fram andrúm hátíðarhaldanna með hreyfingu og mynstri sem fánalitir og ógreinilegur mannfjöldinn skapar frekar en að sýna sjálft fólkið. Hann tók fjölmargar slíkar mannlífsmyndir af t.d. skrúðgöngum, íþróttaviðburðum og börnum að leik.2 Ljósmyndun var listform í huga Gunnars og myndir hans einkenndust af ákafri tilraunamennsku með hreyfingu, ljós, fleti og form.

Hátíðarhöldin voru nokkuð óvenjuleg þennan sólríka dag í maí þegar Gunnar smellti af því þetta ár voru tveir útifundir í Reykjavík. Kröfugangan lagði af stað frá Iðnó, fór hring um miðbæinn og kom niður Bankastræti, en þar skyldu leiðir og hluti göngumanna fór á Lækjartorg að hlýða á ræðuhöld meðan aðrir söfnuðust saman við Miðbæjarskólann við Tjörnina.

Verkalýðshreyfingin hafði klofnað í afstöðu sinni um fyrirkomulag hátíðarhaldanna. Einfalda skýringin á ósættinu er sú að Guðmundur J. Guðmundsson, sem sat í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna og var formaður kröfugöngunefndar, neitaði að breyta orðalagi ræðu sinnar þegar aðrir í fulltrúaráðinu fóru fram á það. Ávarp hans þótti of pólitískt, „fullt af skömmum og áróðri gegn stefnu ríkisstjórnarinnar“ og einnig þótti óviðeigandi að krefjast brottfarar bandaríska varnarliðsins.3 Óeiningin endurspeglaði sjálfsagt þau hörðu átök sem áttu sér stað milli verkalýðsfélaganna og ríkisstjórnarinnar á þessum árum og samstöðuleysi verkalýðstéttarinnar.

Báðir hópar sökuðu hvorn annan um að vera klofningsmenn, einn anginn var nefndur „kjaraskerðingarmenn“ og fylgismenn Guðmundar kallaðir „kommúnistar“. Á forsíðu Alþýðublaðsins var fyrirsögnin „Kommar klufu hátíðahöldin“4 og forsíða Tímans var öll rauðlituð með fyrirsögninni „Við mótmælum skertum kjörum“.5 Í hvatningarorðum blaðamanns þetta árið sagði: „Allir út á götuna“6 og það varð raunin. Fólk flykktist í göngu og margir sóttu báða útifundina. Á mynd Gunnars má greina hvar hann sjálfur er staddur því þar sést glitta í Lúðrasveitina Svan. Fylkingarnar rifust um að fá lúðrasveitina til sín á útifund en sveitin endaði á að leika á Lækjartorgi.

Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins gengin árið 1923 og hefur 1. maí verið löggildur frídagur síðan 1966.


1) Nánar um verk Gunnars Péturssonar (1928-2012): Í ljósmálinu, Þjóðminjasafn Íslands, 2020. 
2) Steinar Örn Erluson, Í ljósmálinu, Þjóðminjasafn Íslands, 2020, bls. 44.
3) Alþýðublaðið, 98. tölublað 1.5. 1962, bls. 3: https://timarit.is/page/2251855
4) Alþýðublaðið, 98. tölublað , 1.5.1962, bls. 1: https://timarit.is/page/2251854
5) Tíminn, 98. tölublað, 1.5. 1962, bls. 1: https://timarit.is/page/1050062
6) Þjóðviljinn, 96. tölublað, 1.5.1962, bls. 1: https://timarit.is/page/2795696

 

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica