Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Kvenfélagskonur á landsfundi kvenna á Þingvöllum 19. júní 1944
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„Eins og þær allar væru hreyfðar af einum vilja.“

JÚNÍ 2020

1.6.2020

Ljósmyndari óþekktur. Mms-2019-69.

Í fyrstu viku nýstofnaðs lýðveldis Íslendinga kom hópur kvenna saman á landsfund. Þessi sjötti landsfundur kvenna var haldinn í Reykjavík og á Þingvöllum og hófst þann 19. júní á kvenréttindadaginn.

Viðburðarrík vika var að baki með lýðveldisstofnun án nokkurrar aðkomu kvenna. Engin kona sat á Alþingi árið 1944. Sagan segir að fjallkonan hafi aldrei verið kölluð á svið á aðalhátíðarhöldunum á Þingvöllum heldur setið af sér rigninguna í bíl og gleymst. Konur höfðu því ekki gengt neinu hlutverki við lýðsveldisstofnunina.1 Athygli vekur að þær völdu Þingvelli sem aðal vettvang fundarhaldanna og vitnar það um stöðu Þingvalla í hugum þeirra.

Á landsfundinn mættu fulltrúar frá kvenfélögum alls staðar að á landinu auk nefndarkvenna sem höfðu fengið það hlutverk á síðasta landsfundi að móta samvinnu þeirra ólíku kvenfélaga sem saman komu undir merkjum Kvenréttindafélags Íslands.

Hvaða vonir báru þá landsfundskonurnar í brjósti til lýðveldisins? Ein kvennanna sem sat landsfundinn, Dýrleif Árnadóttir, hafði sett þær fram fyrir fundinn með þessum orðum: „Við gerumst meira að segja svo djarfar að láta okkur dreyma um, að íslenzka lýðveldið muni ef til vill færa okkur fyrr, eða síðar fullt frelsi, fullt sjálfstæði, sömu laun fyrir sömu vinnu og þá aðhlynningu, sem þarf til þess að við getum notað krafta okkar sem frjálsir og óháðir samfélagsþegnar og í senn eiginkonur, húsmæður og mæður.“2

Hápunktur landsfundardaganna var fyrir mörgum opinn og almennur fundur í Iðnó en honum hefur verið lýst svo: „Sextán ræðukonur frá ýmsum stéttarfélögum sögðu blátt áfram og umbúðalaust frá starfsaðstöðu sinni og óréttlæti því, sem konur eru beittar í launagreiðslum, og erfiðleikunum, sem á því eru að sameina starf og heimilislíf. Orð ræðukvenna fengu góðan hljómgrunn í hugum þeirra, er hlýddu, og engin sem þar var viðstödd, mun nokkru sinni gleyma því augnabliki, er hönd hverrar einustu fundarkonu hófst á loft, eins og þær allar væru hreyfðar af einum vilja, til þess að samþykkja ályktanir fundarins.“3

Ályktanirnar voru að konum væri tryggður réttur til jafns við karla í væntanlegri stjórnarskrá og að réttur mæðra væri þar ekki fyrir borð borinn. Að konur hefðu jafnan aðgang að öllum iðngreinum eins og karlar. Að konur fengju sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og jafna möguleika til hækkunar í starfi.

Sjötíu og fimm árum síðar er þetta rifjað upp þegar mynd af þeim vaska hóp sem sat landsfundinn berst inn á borð myndasafnsins. Þær hafa raðað sér upp við húsgafl Bessastaðastofu eftir móttöku hjá forsetahjónunum undir merki félagsfána Kvenréttindafélags Íslands. Konur á ólíkum aldri, hvort heldur á peysufötum eða klæddar samkvæmt nýjustu tísku, með þá von í brjósti að bæta mætti kjör íslenskra kvenna.

Enn má bera kennsl á nokkrar forystukvennanna með nöfnum þó að þeim fækki sem geta greint þær eftir útliti. Sú sem augu mín stoppuðu samt fyrst við situr í þriðju röð og er sú þriðja frá vinstri. Það er Ásdís Steinþórsdóttir kennari. Hún lagði grunninn að þroska fjölmargra nemenda Melaskólans í Reykjavík með framsæknum og lifandi kennsluaðferðum. Þar var lagður grunnur sem ég bý enn að.

Inga Lára Baldvinsdóttir

 


1) Erla Hulda Halldórsdóttir, „Þeir létu fjallkonuna hopa af hólmi”. Lýðveldishátíðin 1944 og veisluskrautið”, Hugrás. Vefrit Hugvísindasviðs 28. júní 2018: http://hugras.is/2018/06/letu-fjallkonuna-hopa-af-holmi-lydveldishatidin-1944-og-veisluskrautid/

2) Melkorka 1:1 1944, bls. 25-26.

3) Rannveig Kristjánsdóttir, „Landsfundur kvenna 1944”. Melkorka 1:2 1944, bls. 58-59.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica