Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Juli-2020-AO-354
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Ferðalög á fyrstu árum bílaaldar

JÚLÍ 2020

1.7.2020

Ljósmyndari: Arngrímur Ólafsson.
AÓ-354.

Ferðalög um landið á vélknúnum ökutækjum hafa alla tíð verið vinsæl hér á landi. Lengi framan af voru akvegirnir ekki beinlínis til þess gerðir að aka eftir heldur voru þræddir þeir staðir og svæði þar sem mestar líkur voru á að bifreiðin kæmist klakklaust áfram. Það virðist eiga við um þennan gróna mel sem leiðin liggur yfir í baksýn. 

Bifreiðanotkuninni fylgdi þörf á eldsneyti, á þessum árum var nánast eingöngu notaðir bensínknúnir bílar. Því spruttu upp allvíða meðfram þessum slóðum bensíndælur af einfaldri gerð, handdælur með mæli sem dældu upp úr tunnum á farartækin og má sjá nokkrar þeirra bak við dæluna yst t.h. Dælurnar voru einatt staðsettar nálægt eða við sveitabæi þar sem bjuggu driftugir bændur sem höfðu á að skipa mannafla sem gat farið úr öðrum verkum og afgreitt vegfarendur um bensínlögg. Reyndar var það býsna eftirsótt að afgreiða bensínið því af því var mikill nýjungabragur og höfðu flestir gaman af að hitta ókunnuga og spjalla. Handan við bensíntunnurnar má sjá í landslaginu spor sem var og er fórnarkostnaður bættra samgangna, nefnilega malargryfju. Þarna hefur greinilega verið tekin möl í töluverðum mæli og næsta víst að melurinn hafi að lokum allur mátt þola það að vera ekið á brott í vegfyllingu. 

Ferðamennirnir og farartækið bera með sér að þarna er vel stætt fólk á ferð. Konurnar vel til hafðar í vönduðum fatnaði og karlarnir í þægilegum jakkafötum og pokabuxum við háa sokka. Bifreiðin er af sama meiði, Pontiac árgerð 1929, tveggja dyra blæjubíll með „tengdamömmusæti“ og skráningarnúmerið er R-813. Staðsetning er óþekkt. 

Þorvaldur Böðvarsson

Sjá nánar:
Sarpur.is: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1719731


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica