Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Inga og Gunni á fjöllum
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Inga og Gunni á fjöllum

ÁGÚST 2020

1.8.2020

GP1-492-1
Ljósm.: Gunnar Pétursson

Ferðalangarnir standa þétt saman, hraustleg og píreygð í sólinni fyrir utan lítið sæluhús. Þetta eru áhugaljósmyndarar Ingibjörg Ólafsdóttir (1914-1998) og Gunnar Pétursson (1928-2012), stödd í Grágæsadal norðan Vatnajökuls árið 1972. Þau voru þá á göngu í Hvannalindum með samferðarfólki. Bæði Ingibjörg og Gunnar, oftast kölluð Inga og Gunni, tileinkuðu líf sitt ljósmyndun og útivist. Þau áttu einstaka samleið í gegnum lífið.1

Þau kynntust í Ferðafélagi Íslands um 1950-52 þegar Gunnar var nýr félagsmaður. Ingibjörg var þá þegar þaulvanur göngugarpur, en nýbyrjuð að munda myndavélina. Þau urðu fljótt miklir vinir og ferðuðust með stórum eða smáum hópum vina. Meðal þeirra voru aðrir áhugaljósmyndarar, enda mikil tenging milli ljósmyndunar og ferðamennsku á þessum tíma. Gunnar og Ingibjörg gengu á ótal fjöll og nær alla jökla landsins og jöklamyndir þeirra beggja þykja framúrskarandi.

Ferðavinina þyrsti snemma í að fara fáfarnar leiðir og dvelja lengur og þegar Gunnar eignaðist jeppa jókst ferðafrelsi þeirra. Þá höfðu þau gott næði til að ljósmynda, en þau voru þekkt fyrir sérstaka þolinmæði við myndatökur. Þau gátu beðið í brekku eða legið saman í skurði í fleiri klukkutíma til að bíða eftir að ljósið félli rétt á landið fyrir hina fullkomnu mynd. Allur þeirra frítími og fjárráð fór í ljósmyndun og ferðalög. „Við förum mikið í öræfa- og óbyggðaferðir og það er öræfakyrrðin sem heillar mann,“ sagði Ingibjörg í blaðaviðtali árið 1984, „og það er svo skrítið að maður verður að fara aftur og aftur. Það er eins og eitthvað togi í mann. Það er erfitt að lýsa því. En það er þessi sérstaka ró og kyrrð sem hvílir yfir öllu uppi á hálendinu.“2

Ferðirnar voru margar eftirminnilegar og háskalegar, eins og þegar þau sigldu á hriplekum báti yfir Jökulfirði á leið í göngu á Hornströndum, eða þegar þau urðu innilokuð í Öræfum í gríðarmiklum vatnavöxtum. Ingibjörg segir svo frá, að áin hafi verið „… komin tvo metra frá tjaldinu okkar og skriður höfðu fallið báðu megin við tjaldið. Við rifum tjaldið niður í ofboði og bárum dótið á milli okkar lengra upp í hlíðina. Þegar við komum til baka eftir afganginum af dótinu er allt horfið og rjóðrið farið í vatnselginn. Þetta var í raun bara mínútuspurning og ef við hefðum ekki álpast til að líta út hefðum við sjálfsagt ekki verið hér í dag heldur flotið niður ána í tjaldinu. Þarna vorum við svo innilokuð á hátt á annan sólarhring en þá fór að minnka í ánni og við óðum yfir.“ Gunnar og Ingibjörg mynduðu öll eldgos sem þau komist í tæri við og þegar þau fóru í slæmu veðri að mynda Surtseyjargosið árið 1963 hafði Ingibjörg skilið eftir miða á borðinu heima hjá dóttur sinni sem var að koma frá Noregi, þar sem á stóð: „Hérna hefurðu líftrygginguna mína ef eitthvað kemur fyrir, en ég er farin til Vestmanneyja.“3

Ingibjörg var ein fárra kvenna sem gat sér nafn sem ljósmyndari um miðja 20. öld og var í miðju vígi karlmanna á sviði landslagsljósmyndunnar. Hún sýndi oft litskyggnur á myndakvöldum Ferðafélagsins, en ljósmyndir hennar birtust líka víða, í blöðum, tímaritum, dagatölum og póstkortum og hún fékk góða viðurkenningu fyrir verk sín. Hún vann lengi í ljósmyndavöruversluninni Gevafoto og var vel þekkt innan hóps ljósmyndara. Gunnar fór hins vegar fremur dult með sína ljósmyndaiðkun. Hann birti ljósmyndir á sýningum með félögum áhugamanna hérlendis og erlendis á sjötta áratugnum og fékk lof fyrir. Hann dróg sig samt snemma í hlé og hætti að sýna ljósmyndir sínar þrátt fyrir að hann héldi áfram að mynda það sem eftir var ævinnar. Sviðsljósið var þannig meira á henni en honum. Sjálf ferðalögin og athöfnin að mynda virðast nægja Gunnari. Ingibjörg var fremur hefðbundinn landslagsljósmyndari og tók myndir í takt við þá rómatísku sýn sem þá ríkti. Sjónarhornið var gjarnan vítt og hún færði oft ferðamanninn inni í myndflötinn. Gunnar aftur nálgaðist myndefnið meira út frá listrænu sjónarhorni. Hann leitaðist stöðugt við að finna hið abstrakta í náttúrunni og fletir, form, birta og áferð einkenna myndir hans.

Í þessari nær fimmtíu ára gömlu ljósmynd af Ingu og Gunna úr safni hans, sést hliðarsvipur þeirra speglast í glugga sæluhússins. Þar renna andlitin þeirra saman í eina ásýn, eitthvað sem er freistandi að sjá sem táknrænt fyrir líf þessara áhugaverðu ljósmyndara á fjöllum.

Linda Ásdísardóttir

 


1) Steinar Örn Erluson, Í ljósmálinu, Þjóðminjasafn Íslands 2020.

2) Morgunblaðið, 197. tölublað, 2.9. 1984, bls. 76-77: https://timarit.is/page/1598869

3) Sigrún Böðvarsdóttir, úr óbirtu viðtali við hana og mann hennar Böðvar Magnússon tekið af Ingu Láru Baldvinsdóttur og Steinari Erni Erlusyni 20. júní 2018. 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica