Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Olíutankar við Skúlagötu
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Dulbúnir olíutankar við Skúlagötu

SEPTEMBER 2020

1.9.2020

Ljósmyndari: Björn Björnsson
BB4-án nrs.

Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar voru olíugeymar taldir líkleg skotmörk óvinahers, þess vegna var víða brugðið á það ráð að mála þá í felulitum. Ísland var hlutlaust land á stríðsárunum en var hersetið af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Ávallt var viðbúið að þýskur her myndi gera árás á landið. Aðferðin við að dylja hlutverk olíugeymanna gat verið ólík og eru tvö þekkt dæmi þess á Íslandi að slíkir tankar hafi verið málaðir eins og um íbúðarhús væri að ræða til að afvegaleiða árásaraðila. Sennilegast er að þetta hafi verið gert vegna þess hve nálægt byggð þessir tankar stóðu og því talið mögulegt að blekkja óvininn á þennan hátt.

Tankarnir sem við sjáum hér að ofan stóðu við Skúlagötu í Reykjavík, á Klöpp við enda Klapparstígs þétt við íbúðarbyggð. Þeir voru í eigu Olíuverslunar Íslands, byggðir árið 1928 og stóðu í marga áratugi. Annað dæmi er til um slíka málun frá Siglufirði, þar sem tankur var dulbúinn sem íbúðarhús. Þar var reyndar farið svo langt að mála manneskju við einn gluggann og hurð með tröppum fyrir utan.1 Sá tankur er nú hluti af safnsvæði Síldarminjasafns Íslands.

Væntanlega hafa íslenskir málarar fengið vinnu við að mála tankana, enda sinntu Íslendingar margvíslegum störfum fyrir breska og bandaríska setuliðið á Íslandi á stríðsárunum. Höfundur þessa texta hefur eftir ömmu sinni að faðir hennar sem var málarameistari, hafi farið með hermanni út í Viðey og gefið leiðsögn um hvernig skyldi mála olíutank til að villa um fyrir óvinum.2

Fáar heimildir eru til um stríðsminjar af þessu tagi þó að þær hafi staðið nærri byggð enda málning ekki jafn varanleg og aðrar minjar s.s. steinsteypt loftvarnarbyrgi eða braggar. Þegar tankarnir hafa verið málaðir að nýju, eða teknir niður, hefur smátt og smátt fennt yfir þessa frumlegu feluaðferð.

Kristín Halla Baldvinsdóttir

 


1) http://www.sild.is/frettir/nr/283

2) Emilía Emilsdóttir 4.6.2020.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica