Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Oktober-2020_Lpr-2009-141-186
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Við ósinn

OKTÓBER 2020

1.10.2020

Ljósmyndari: Carl Küchler
Lpr/2009-141-186

Jón Ósmann (1862-1914) var ferjumaður við Vesturós Héraðsvatna. Fyrir tíma nútíma samgönguframkvæmda eins og vega- og brúargerð voru ferjustaðir mikilvægir punktar í öllum samgöngum innanlands og átti það jafnt við um stórár sem og langa firði. Þannig var einnig starf ferjumanns eitt af ábyrgðarfyllri störfum þess tíma. Einn af fjölfarnari ferjustöðum á landinu var án efa ferjan yfir Héraðsvötn í Skagafirði og var hún einnig rekin lengur en margar aðrar slíkar og voru jafnvel bifreiðar ferjaðar yfir Héraðsvötn í upphafi bílaaldar.

Á myndinni sem er tekin árið 1908 situr Jón við hlið á dálitlum kofa hlöðnum úr torfi og grjóti sem stóð austan við ósinn undir Hegranesinu, en Jón var búsettur á bænum Utanverðunes sem er við utanvert nesið að austan, rúmlega 1 km þar frá. Kofann reisti hann sem afdrep á milli þess sem kallað var eftir ferjunni, en viðvera ferjumanns var áskilin á vissum tímum dags. Jón þótti sinna starfi sínu af mikilli skyldurækni og dvaldi iðulega áfram við ferjustaðinn eftir að tilteknum tíma lauk ef von var á ferðamönnum sem þurftu að komast yfir, og ekki var alltaf gengið hart eftir greiðslu fyrir þjónustuna.

Eftirfarandi vísa mun hafa lýst vel þessari hlið hans:

Alla gladdi, öllum gaf,
eins þeim hærri og lægri.
Vinstri höndin vissi ei af
verkum þeirrar hægri.
         Höf. Guðmundur Ólafsson frá Ási.

Á myndinni má sjá margt forvitnilegt, Jón styður hægri hönd á dauðan sel sem liggur á plankagrind og bíður þess að verða fleginn og með þeirri vinstri heldur hann um hlauplanga haglabyssu sem væntanlega hefur verið notuð við veiðina. Veiðiskapur af ýmsu tagi var góð búbót ferjumanns þegar lítið var um ferðalanga og var t.d. selveiði mikil í ósnum.

Upp við vegginn á kofanum má sjá hnappaharmóníkku eða dragspil sem hann hefur stytt sér stundir með, en Jón Ósmann var bæði listfengur og drátthagur. Þrátt fyrir erfiðisvinnu og vosbúð á tímum þá þótti hann hafa svo góða og fagra rithönd að hann var iðulega fenginn til að skrifa upp bréf og önnur skjöl sem vel og fagurlega áttu að líta út.

Yfir dyrunum er tréfjöl með nafninu EMANUEL og gæti fjölin hafa komið af einhverjum báti eða skipi því ekki bar kofinn þetta nafn heldur hafði Jón nefnt kofann og svæðið þar í kring Furðustrandir og mun hafa borið nafnið með rentu.

Margar greinar og frásagnir eru til um þennan sérstæða mann og eru heimildir sóttar í tvær slíkar.1 Ýtarlega umfjöllun má sjá í ritgerðinni Ferjumaðurinn á Furðuströndum eftir Írisi Gyðu Guðbjargardóttur.2

Þorvaldur Böðvarsson


1) https://timarit.is/page/6513711?iabr=on#page/n25/mode/2up/search/Jón%20Ósmann
https://timarit.is/page/6567407?iabr=on#page/n161/mode/2up/search/Jón%20Ósmann
2) https://skemman.is/bitstream/1946/11386/1/Ferjuma%C3%B0urinn%20%C3%A1%20Fur%C3%B0ustr%C3%B6ndum.pdf


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica