Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Björn bóndi hvílir lúin bein

Júlí 2014

1.7.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

Björn Andrésson (1919 -2007) bóndi, á bænum Njarðvík í samnefndri vík, hvílir lúin bein á Mjóadalsvarpi undir Súlu (1137) í Dyrfjöllum. Með í för er hundurinn Þristur. Myndin er tekin sumarið 1948 en þá var Björn daglangt fylgdarmaður Þorsteins Jósepssonar á ferð um Borgarfjörð-eystra og nágrenni.

Þorsteinn hafði komið gangandi yfir Gönguskarð til Njarðvíkur um nóttina. Ekki vildi hann ónáða heimafólk, heldur hallaði sér það sem eftir lifði nætur í hlöðu. Þetta vor höfðu ung hjón, Björn Andrésson frá Snotrunesi í Borgarfirði og Ásta Pétursdóttir frá Njarðvík, hafið þar búskap.

Það byrjar snemma að rjúka hjá húsfreyjunni. Nætugesturinn rís úr hvílu, dustar af sér kuskið og gengur til bæjar. Þar er honum tekið af þeirri gestrisni sem ríkt hefur um aldir á íslenskum sveitaheimilum og yfir ilmandi kaffi og meðlæti er Björn ráðinn fylgdarmaður.

Björn og bróðir hans, Skúli á Snotrunesi, eiga saman Willisjeppa sem nú er sunnan við Njarðvíkurskriður. Björn hringir í Skúla og biður hann að sækja þá. Það er heimildarmanni mínum, Skúla Andréssyni, minnisstætt að þegar að hann renndi í hlað í Njarðvík stóð Þorsteinn Jósepsson úti á stétt, klyfjaður ljósmyndabúnaði, klæddur í hvítar stuttbuxur og samlita strigaskó, klæðnað sem var frekar fátíður á Austurlandi á þeim árum.

Á þessum tíma var ekki kominn vegur yfir Vatnsskarð og fyrir Njarðvíkurskriður lá nokkurra feta breiður vegur, ruddur með handverkfærum, í krókum um urðir og gil. Neðan við tóku við brattar skriður og hamrabelti í sjó fram.

Farið er hægt yfir og oft þarf Þorsteinn að smella af mynd. Á ferðalaginu segja þeir bræður honum mergjaðar sögur af þessari hættulegu leið sem státar af örnefnum á borð við Prestabana, Bölmóð, Blautukinn og Naumaskot. Mergjuðust er sagan af meinvættinum Nadda sem hélt til í Naddahelli og gerði ferðamönnum skráveifur og drap á stundum. Í Naddagili er áð. Þar stóð þá Naddakross ofan við götu í brattri gróðurtorfu með áletruninni: „Effigiem Christi,qui transis pronus honora. Anno MCCCVI.“ Þýðingin er sögð vera: „Þú sem framhjá fer/framfell í þessum reit/og Kristí ímynd hér/auðmjúkur lotning veit.“

Þegar komið er á svokallaðan Landsenda opnaðist útsýni til Borgarfjarðar. Náttúrufegurðin er einstök, að sunnan er byggðin vörðuð fjöllunum Geitfelli, Svartfelli og Staðarfjalli sem státar af einstakri litadýrð. Við fjarðarbotn kúrir þorpið og að baki þess Álfaborgin sem frá ómunatíð hefur verið aðsetur álfaþjóðar og hýsir sjálfa álfadrottninguna. Þangað halda ferðalangarnir. Af Álfaborginni er víðsýnt og Þorsteinn tekur myndir í allar áttir. Utan með firðinum og inn af blasir við sveitin sem frægust er af því að hafa fóstrað meistara Kjarval. Norðan við gnæfa Dyrfjöllin með hvassbrýnda tinda beggja megin dyra. Nú er kominn tími til að kveðja Skúla og Þorsteinn tekur að skilnaði mynd af þeim Snotrunesbræðrum þar sem þeir standa á Álfaborginni. Þeir bræður eru vörpulegir, báðir íþróttamenn og miklir hlaupagarpar sem oft hafa unnið til verðlauna á íþróttamótum.

Þennan dag er sunnan átt í Borgarfirði og einstaklega fallegt veður. Himininn er heiður utan þess að ljósar skýjaslæður leika við tinda Dyrfjalla, en veðurfarið hér á sér fleiri hliðar og í hvassri vestan átt gerir stundum gjörningarok sem kölluð eru Dyrfjallaveður.

Björn og Þorsteinn hefja gönguna á Dyrfjöll. Á Mjóadalsvarpi skilur leiðir, Björn heldur til síns heima til Njarðvíkur, Þorsteinn gengur til Héraðs með viðkomu í Stórurð. Í þessari fjallgöngu tók Þorsteinn margar myndir af hrikalegri náttúru fjallanna. Líklega tekur hann myndina af Birni, sem hér gefur að líta, áður en þeir kveðjast á Mjóadalsvarpi. Minningin um þennan dag hefur örugglega lifað lengi í hugum þeirra og nú rúmum 60 árum seinna njóta áhorfendur augnabliks sem fangað var á filmu í þessari fjallaferð.

Arndís Þorvaldsdóttir, skrásetjari mynda Þorsteins Jósepssonar frá Austurlandi.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica