Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Elsta litljósmyndin?
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Elsta litljósmynd Íslendings?

JANÚAR 2018

1.1.2018

Ljósmyndari Sigurður Tómasson

ST2-795

Ljósmyndin sem blasir við okkur á skjánum virkar heldur dimm. Myndefnið er garður með blómabeði, runnum og trjám en í baksýn sér í þrjú hús. Á einu þeirra má greina stafina U. M. upp undir þaki, en tveir menn standa á svölum ofan á bíslagi á húsi þar við hliðina. Stafirnir hjálpa okkur við að átta okkur á staðsetningu myndarinnar. Þetta er seinni hlutinn á skammstöfuninni K. F. U. M., sem stendur fyrir Kristilegt félag ungra manna. Hús K. F. U. M.  stendur við Amtmannsstíg í Reykjavík og er nú númer 2A. Með þá vitneskju má finna út að hin húsin séu Amtmannsstígur 4 A og 4. Þau brunnu bæði til kaldra kola árið 1946. Ljósmyndarinn stendur í garði hússins við Þingholtsstræti 14.

Hvað gerir nú þessa mynd áhugaverða? Kannski ekki myndefnið? Á glerplötuna sem myndin er á hefur verið límdur lítill miði sem á stendur: 13.7.24. kl. 2 létt skýjað F: 4,5 exp: 3 sek. Það er dagsetning myndarinnar, tími myndatöku, veðurlýsing, ljósopið og tökutími myndarinnar, 3 sekúndur.

Þetta er elsta litljósmynd eftir íslenskan ljósmyndara sem verður tímasett með vissu. Hún er tekin af Sigurði Tómassyni (1895-1980) úrsmið, uppfinningamanni og áhugaljósmyndara. Hlýtur sú staðreynd að hann skrifaði niður dagsetningu myndarinnar og festi á plötuna ekki að vera vísbending um að tímasetningin skipti máli og að þetta sé ein af hans fyrstu litmyndum? Sigurður var helsti frumkvöðull  litljósmyndunar á Íslandi. Á síðustu árum hafa litmyndir hans frá Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944 verið birtar í ýmsum ritum. Við þekkjum til eldri litmynda sem teknar voru á Íslandi af tveimur erlendum mönnum, mynda Karls Grossmann frá 1904 og André Courmont frá því um 1920. Annar Íslendingur, Evald Hemmert, kaupmaður á Blönduósi, fékkst við litljósmyndun um 1930.

Lengi eftir að ljósmyndun var fundin upp leituðu menn leiða til að taka ljósmyndir í lit. Fyrst með þremur mislitum glerplötum, sem teknar voru samtímis í rauðu, grænu og bláu og síðan settar saman í eina plötu, en seinna með svokallaðri autochrome aðferð. Gallinn við báðar þessar aðferðir var að ekki var hægt að gera pappírsmyndir í lit eftir glerplötunum. Glerplata Sigurðar Tómassonar af húsunum við Amtmannsstíg er tekin á autochrome. Kannski ekki spennandi ljósmynd í sjálfu sér, en merkilegt skref fram á við í ljósmyndatækninni og söguleg mynd í íslenskri ljósmyndun.

Inga Lára Baldvinsdóttir


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • COVID-19
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica