Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Í svart hvítu landslagi

Október 2014

1.10.2014

Ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir

ÞJ-Árn 598

Engin skráning liggur fyrir frá Þorsteini Jósepssyni á þessari mynd hans þannig að lítið er vitað um tilurð hennar eða aldur. Líklega kemur það ekki að sök enda myndefnið fremur tímalaust og sneytt ummerkjum manna. Myndin er tekin frá Klukkutindum eða mögulega frá suðvestur horni Skriðu en bæði fjöllin eru norðan Laugarvatns. Útsýnið er í vestur yfir Skefilsfjöll og Tindaskaga. Langidalur breiðir úr sér fyrir framan Skefilsfjöll en handan þeirra við rætur Tindaskaga liggur Þjófahraun. Í fjarska sjást Skálafell og Esja fjærst til vinstri, þá Ármannsfell og Botnsúlur og lengst til hægri glittir í kollinn á Hvalfelli.

Myndin er góður vitnisburður um frumkvæði og harðfylgni Þorsteins við myndatökur því hann er staddur utan alfaraleiðar göngumanna á þessum tímum. Á undirlendinu fyrir neðan hann eru fornar reiðleiðir sem liggja um Langadal yfir Klukkuskarð áleiðis til byggða. Þessar reiðleiðir eru afleggjarar af Eyfirðingavegi en um hann riðu menn af Norðurlandi suður á Alþingi. Landsvæðið er ekki auðvelt yfirferðar. Í úfnu Þjófahrauninu hefur margur ferðalangurinn villst af leið og fyrr á öldum voru tröll talin búa í fjöllunum.[1]

Hér dregur Þorsteinn fram það hrjóstruga í náttúrunni og gerir bergmyndun og grafísku landslaginu góð skil í mynd sem býr yfir mikilli dýpt. Hann setur stórt línuskorið berg í forgrunn sem markar línurnar fyrir landslagið í bakgrunni. Auga áhorfanda leitar frá miðju, er dregið áfram út allan myndflötinn og þræðir sig inn til fjallanna í fjarska. Þú ert ferðalangur sem átt fyrir höndum göngu um hrjóstrugt og eyðilegt land ekki ólíkt því að vera kominn í ævintýraveröld. Skýjabólstrarnir eru í fullkomnum hrynjanda við fjallgarðana á jörðu niðri. Hin fjölbreyttu blæbrigði gráu tónanna yfir í djúpan svartan lit njóta sín vel í þessari mynd og undirstrika gróðurleysið. Hvergi er von um grösug tún.

Búið var að ryðja brautina í landslagsljósmyndun á Íslandi þegar Þorsteinn hóf feril sinn á fyrri hluta 20. aldar. Ásamt fleirum var hann í framvarðarsveit við mótun á nýrri og persónulegri nálgun landslagsljósmyndara. Fyrir hans tíma var ljósmyndurum helst í mun að sýna þjóðinni landsvæði sem margir Íslendingar höfðu aldrei augum litið og jafnframt að kynna landið erlendis. Ljósmyndarar litu oft eingöngu á sig sem heimildarmenn.

Þorsteinn hafði sterkar skoðanir á hlutverki ljósmyndarinnar og tjáði sig í rituðu máli um ábyrgðina að sýna raunsætt landslag. Hann var m.a. mótfallinn sviðsettu landslagi þar sem gróður var ýktur. Þegar það komst í tísku að setja hvannarót eða annan gróður í forgrunn mynda gagnrýndi hann það sérstaklega. Hann sagði að með því að ýkja gróðursæld landsins væri verið að upphefja eitthvað sem væri ekki einkennandi fyrir íslenska náttúru. Hann var þó alls ekki á þeirri skoðun að ljósmyndari ætti að vera afstöðulaus eða hlutlaus í myndsýn sinni og sagði: „Það má ýkja hver, foss, jökul, sandauðn, hraun eða annað það sem er fyrst og fremst sérkennilegt fyrir landið okkar.“[2] Hans markmið var hvort tveggja að sýna hið „sanna“ Ísland en jafnframt að gæða ljósmyndina sál og hrífa áhorfandann.

Þessi mynd Þorsteins sýnir í raun horfið landslag því í dag marka jeppaslóðar þetta svæði milli hryggjanna og hægt er að aka um úfið hraunið.

Linda Ásdísardóttir, skrásetjari ljósmynda Þorsteins Jósepssonar í Árnessýslu.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica