Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Kvikmyndataka - Saga Borgarættarinnar
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Kvikmyndataka - Saga Borgarættarinnar

MARS 2020

1.3.2020

Ljósmyndari: Óskar Gíslason
 Lpr 2008-368

Í ár eru liðin 100 ár frá frumsýningu Sögu Borgarættarinnar (1920), fyrstu leiknu kvikmyndarinnar í fullri lengd sem tekin var upp á Íslandi. Bækur Gunnars Gunnarssonar um Borgarættina urðu geysivinsælar í Danmörku er þær komu út á árunum 1912-1915 og svo fór að framleiðslufyrirtækið Nordisk Film Kompagni tryggði sér réttinn á að kvikmynda söguna. Framleiðslufyrirtækinu þótti þó krafa Gunnars um 5000 danskar krónur í þóknun fyrir kvikmyndaréttinn svo há að samningar tókust ekki fyrr en höfundurinn samþykkti að vera með í för til Íslands þegar tökur færu fram. Auk þess fór Gunnar með lítið hlutverk í kvikmyndinni.1

Danska tökuliðið og leikarar komu til landsins þann þriðja ágúst 1919 og voru að störfum hérlendis fram í lok október sama ár.2 Upphaflega stóð til að mynda söguna austur í Öræfum, en fallið var frá þeim áætlunum vegna þess hve langt og erfitt ferðalagið yrði í ljósi þess að samgöngur innanlands voru frumstæðar og allir flutningar þurftu að fara fram á hestum. Því fóru tökur fram utanhúss að Keldum á Rangárvöllum, á Kaldadal og í Reykholti. Innanhússenur voru svo teknar á Amtmannstúni við Ingólfsstræti í Reykjavík þar sem slegið var upp leikmyndum fyrir þrjár baðstofur og kirkju sem sést á þessari ljósmynd.3 Voru borgarbúar víst svo forvitnir að fylgjast með upptökum að kalla þurfti til lögreglu til að hemja mannfjöldann.4 Það hefur verið töluvert fyrirtæki að taka myndina upp á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að veðrið var tökuliðinu ekki hliðhollt. Ferðalög voru erfið, auk þess sem tjaldbúðir sem fluttar voru inn frá Danmörku þoldu illa íslenska veðráttu og ösku- og sandfok á Suðurlandi setti strik í reikninginn.5

Á myndinni sést einn af aðalleikurum myndarinnar Frederik Jacobsen, í hlutverki Örlygs á Borg sitjandi á fremsta bekk við predikunarstólinn. Mennirnir sem snúa baki í myndavélina eru líklega leikstjórinn Gunnar Sommerfeldt og kvikmyndatökumaðurinn Louis Larsen. Auk þess sést mikill fjöldi íslenskra statista.

Litlu munaði að tveimur árum fyrr hefði önnur kvikmynd verið tekin upp á Íslandi. Þá hafði verið ráðgert að leikstjórinn Victor Sjöström tæki hér upp sænsku stórmyndina Berg-Ejvind och hans hustru sem byggð var á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar um Fjalla-Eyvind. Hætt var við þau áform vegna ógnarinnar sem stafaði af óheftum árásum þýskra kafbáta í fyrri heimsstyrjöldinni og því fór svo að sú mynd var á endanum tekin upp í fjalllendi norður Svíþjóðar.6

Victor Sjöström þótti brjóta blað í alþjóðlegri kvikmyndagerð með því að nota raunverulegt landslag og náttúruöflin í dramatískum tilgangi í myndum sínum.7 Myndin um Fjalla-Eyvind fékk þó heldur lakar viðtökur hjá Íslendingum því fólki þótti sviðsmynd, búningar og landslag heldur langt frá þeim íslenska raunveruleika sem þeir þekktu.8

Notkun Victors Sjöström á náttúrunni hefur mjög líklega haft áhrif á leikstjórann Gunnar Sommerfeldt, því hann líkir að talsverðu leyti eftir þeim stíl í Sögu Borgarættarinnar og einnig í sinni næstu mynd, Markens Grøde (1921), sem var að öllu leyti tekin í norður Noregi.9

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar fékk ljómandi viðtökur hjá almenningi á Íslandi, ekki síst vegna fjölda íslenskra leikara sem tóku þátt í gerð hennar. Myndin var frumsýnd í Danmörku í lok ágúst 1920 og sýnd víða á Íslandi árið 1921. Nýja Bíó sýndi myndina í Reykjavík og hafði sýningar á henni á nokkurra ára fresti alveg fram til ársins 1969 þegar það eina sýningareintak sem þeir áttu eftir var tekið úr umferð.10

Nú um mundir hefur verið unnið að stafrænni yfirfærslu og viðgerð á Sögu Borgarættarinnar á vegum Kvikmyndasafns Íslands og Dansk Film Institut og í framhaldinu verður íslenskum kvikmyndahúsagestum gert kleift að bera myndina augum á aldarafmælinu.11, 12

Þórir Ingvarsson.

 


1) Tíminn, 47. tölublað (26.02.19570), bls. 7: https://timarit.is/page/1028984
2) Palads-Teatrets Films-Nyheder, Sæson 1920-21, No. 4:
    https://video.dfi.dk/filmdatabasen/16017/Borgslaegtens%20historie_16017_Filmprogram.pdf?    _ga=2.215713172.2069933930.1580471999-1006822734.1574067561
3) Eggert Þór Bernharðsson: „Ísland – „land kvikmyndanna“?“, Lesbók Morgunblaðsins, 19. tölublað (20.05.1995), bls.
    4: https://timarit.is/page/3311118
4) Tíminn, 47. tölublað (26.02.1957), bls. 7: https://timarit.is/page/1028984
5) Morgunblaðið, 274. tölublað, (27.08.1919), bls. 3: https://timarit.is/page/1204526
6) Kwiatkowski, A. (1983). Swedish Film Classics. Stockholm: Dover Publications, bls. 13-14.
7) https://www.ingmarbergman.se/en/person/victor-sjostrom
8) Morgunblaðið, 244. tölublað, (22.07.1919), bls. 1: https://timarit.is/page/1204407
9) Tybjerg, Casper. (2015). On the Periphery of the “National Film”: Danish Cinematic Border Crossings, 1918-1929.
    European Journal of Scandinavian Studies, 45(2), bls. 177-178. https://static-    curis.ku.dk/portal/files/150909573/ejss_2015_0010.pdf
10) Alþýðublaðið, 61. tölublað (15.03.1969), bls. 8, https://timarit.is/page/3021697
11) Mbl.is 14.09.2016, https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1610124/
12) https://tix.is/is/event/9508/saga-borgar-ttarinnar/


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica