Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Ljósmynd mánaðarins

Ljósmynd mánaðarins

  • 2021

    júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2017

    nóvember, október, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2013

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2012

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Ljósmynd mánaðarins
  • Mms-25562-N.-Weywadt
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Nicoline Weywadt

JÚNÍ 2021

31.5.2021


Mms-25562
Nicoline Marie Elise Weywadt fæddist á Djúpavogi 5. febrúar 1848. Foreldrar hennar voru Niels Peter Emil Weywadt, faktor við verslun Örum og Wulff, og Sophie Brochdorf. Heimili faktorshjónanna var í hringiðu mannlífs á viðburðaríku skeiði í austfirskri byggðasögu. Inn á heimilið bárust erlendir straumar og ýmsum nýungum var þar vel tekið. Í því samhengi má nefna að fyrsta saumavélin sem barst til Austurlands er talin hafa komið á heimili Weywadt-hjónanna og á ljósmyndinni sést Nicoline sitjandi með saumavélina sér við hlið.


Myndina tók danskur ferðamaður, Johan Holm-Hansen að nafni, á Djúpavogi haustið 1867 þegar Nicoline er 19 ára gömul. Hörður Geirsson skrifaði um bakgrunninn sem Johan Holm-Hansens notaði við mannamyndatökur sínar og ljósmyndun hans í Íslandsdvölinni í pistli um ljósmynd mánaðarins í júní 2019. Hörður leiðir líkur að því að við þetta tækifæri hafi áhugi Nicoline á ljósmyndun kviknað.

Faktor Weywadt sendi tvær dætur sínar til náms í Danmörku, ekki á húsmæðraskóla heldur í iðnnám. Árin 1871 – 1872 dvaldi Nicoline í Kaupmannahöfn og lærði ljósmyndun, fyrst íslenskra kvenna. Eftir námið sneri hún heim til Djúpavogs og starfaði við iðn sína auk þess sem hún vann um tíma í verslun Örum og Wulff. Nicoline var vakandi fyrir framþróun í ljósmyndatækni og sigldi til Kaupmannahafnar árið 1888 til þess að tileinka sér það nýjasta í greininni. Myndir hennar bera vott um þekkingu hennar á faginu, vönduð vinnubrögð og næmt auga fyrir myndbyggingu.

Faðir Nicoline lést árið 1883 og hélt hún eftir það heimili með móður sinni í nýreistu húsi fjölskyldunnar að Teigarhorni, þar sem hún starfrækti einnig ljósmyndastofu. Plötusafn hennar og ýmis áhöld til ljósmyndunar er varðveitt í Þjóðminjasafninu. Þessir munir eru margir hverjir til sýnis á grunnsýningu safnsins. Weywadt húsið að Teigarhorni er hluti húsasafns Þjóðminjasafnsins. Unnið er að viðhaldi á húsinu um þessar mundir.

Nicoline lést 20. febrúar 1921. Myndin af henni er varðveitt undir Mannamyndasafni Ljósmyndasafns Íslands. (Mms-25562). Þann 18. september nk. verður opnuð í Myndasal sýning á úrvali mannamynda úr þessari safnheild en auk ljósmynda geymir það m.a. málverk, teikningar, brjóstmyndir og steinþrykk af nafngreindum einstaklingum.

Jóhanna Bergmann

Heimildir:

Ofanskráð er byggt á grein eftir undirritaða í Múlaþingi, 25. hefti, 1998. Heimildir sóttar í Iðnsögu Austurlands, síðari hluta, eftir Smára Geirsson og sýningarskrá með ljósmyndasýningunni Myndasafn frá Teigarhorni sem Inga Lára Baldvinsdóttir ritaði 1982.

https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/adrar-syningar/ljosmynd-manadarins/bakgrunnur-johans-holm-hansens-og-ljosmyndun-hans

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1320539


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica