Eldri sýningar

Annarskonar fjölskyldumyndir

Nanna Bisp Büchert

  • 2.6.2018 - 2.9.2018, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Nanna Bisp Büchert hefur skapað sér nafn í danskri ljósmyndasögu. Nokkur verkefna hennar tengjast Íslandi en ekkert þeirra jafn sterkt og Annarskonar fjölskyldumyndir.

Í ljósmyndaröðinni Annarskonar fjölskyldumyndir  fjallar ljósmyndarinn Nanna Bisp Büchert um sendibréf frá dóttur í Danmörku heim til móður sinnar á Íslandi. Bréfin ritaði móðir ljósmyndarans á fyrri hluta 20. aldar. Myndirnar hverfast um bréfin og sérstæðar uppstillingar og sviðsetningar tengdum þeim. Blandað er saman ljósmyndum af ættingjum, ýmis konar smáhlutum og þurrkuðum gróðri í ljóðrænan fjölskyldusveig. Minningargildi ljósmynda er nýtt á mjög persónulegan og fínlegan hátt. Undirliggjandi er harmræn fjölskyldusaga um hverfulleika lífsins.