Eldri sýningar

Endurfundir

  • 31.1.2009 - 31.12.2010, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna. Á árunum 2001 til 2005 styrkti Kristnihátíðarsjóður fornleifauppgröft á Gásum, Hólum, Keldudal, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Skálholti, Skriðuklaustri og Þingvöllum. Á sýningunni var sýnt úrval þeirra fjölmörgu gripa sem fundust í uppgröftunum.

Samnefnd sýningarbók var gefin út í tengslum við sýninguna. Í henni eru greinar eftir fornleifafræðingana sem stjórnuðu uppgröftunum. Þjóðminjavörður skrifaði formála. Ritstjórar: Guðmundur Ólafsson og Steinunn Kristjánsdóttir.

Kristnihátíðarsjoður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins er tvíþætt: Annars vegar er honum ætlað að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn. Hins vegar er hlutverk sjóðsins að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar.